ESPN greinir frá þessu og segir að viðræður Alves og Barcelona séu komnar vel á veg.
Alves hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Sao Paulo í Brasilíu í september. Hann lék með liðinu í tvö ár.
Xavi, nýr knattspyrnustjóri Barcelona, hefur gefið grænt ljós á að fá Alves aftur til félagsins sem hann lék með á árunum 2008-16 og vann 23 titla með.
Alves er ætlað að styðja við bakið á hinum ungu Sergino Dest og Oscar Mingueza hjá Barcelona. Liðið mætir Espanyol í fyrsta leiknum undir stjórn Xavis laugardaginn 20. nóvember. Börsungar eru í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Þrátt fyrir að vera farinn að nálgast fertugt ætlar Alves að endurheimta sæti sitt í brasilíska landsliðinu og spila með því á HM í Katar á næsta ári. Alves varð Ólympíumeistari með Brasilíu í sumar.