Fótbolti

Ída Marín nýliði í landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Báðir foreldrar Ídu Marínar Hermannsdóttur, Ragna Lóa Stefánsdóttir og Hermann Hreiðarsson, léku fyrir A-landslið Íslands í fótbolta. Hún fær nú tækifæri til að leika sama leik.
Báðir foreldrar Ídu Marínar Hermannsdóttur, Ragna Lóa Stefánsdóttir og Hermann Hreiðarsson, léku fyrir A-landslið Íslands í fótbolta. Hún fær nú tækifæri til að leika sama leik. vísir/Hulda Margrét

Einn nýliði er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Japan og Kýpur í lok mánaðarins. Þetta er Valskonan Ída Marín Hermannsdóttir.

Elín Metta Jensen er enn frá vegna meiðsla og Berglind Rós Ágústsdóttir er einnig meidd en Natasha Moraa Anasi er komin aftur í landsliðið. Natasha, sem er nýgengin í raðir Breiðabliks, hefur leikið tvo A-landsleiki.

Sem fyrr sagði er Ída Marín eini nýliðinn í íslenska hópnum. Ída Marín, sem er nítján ára, lék alla átján leiki Vals í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk. Hún hefur leikið 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað níu mörk.

Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Hollandi 25. nóvember og Kýpur ytra fimm dögum seinna í undankeppni HM. Íslendingar eru með sex stig eftir þrjá leiki í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×