Hafnar því að stéttarfélagið hafi boðið sér sátt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:18 Hilmar Vilberg Gylfason krefur Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja um tugi milljóna króna í bætur. Vísir/samsett Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem kvartaði undan einelti yfirmanna hafnar því alfarið að félagið hafi boðið honum sátt, þvert á yfirlýsingar lögmanns þess í gær. Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira