Sverrir í Selsundi: „Allt öðruvísi en í skjálftanum 1987“ Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2021 14:51 Sverrir Haraldsson er 94 ára og hefur búið í Selsundi í rúm sjötíu ár, en bærinn er líklegast sá sem næstur er Vatnafjöllum þar sem upptök skjálftans voru í dag. Vísir/Einar Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, segir skjálftann sem varð á öðrum tímanum í dag hafa verið allt öðruvísi en stóri skjálftinn reið yfir í Vatnafjöllum árið 1987. Hann segir að nú hafi fundist titringur en engir munir farið úr hillum. Í skjálftanum 1987 hafi hins vegar dunið á með bylgjum og þá hafi talsverð mikið af munum farið í gólfið. Sverrir er 94 ára og hefur búið í Selsundi í rúm sjötíu ár, en bærinn er líklegast sá sem næstur er Vatnafjöllum þar sem upptök skjálftans voru í dag. Hann þekkir því svæðið betur en margir aðrir. „Ég þekki það af reynslu,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Bærinn Selsund er merkt inn á kortið. Þar má einnig sjá Heklu og Vatnafjöll.Map.is „Við stóðum tveir hérna í forstofunni nú fundum mikinn titring. Þetta var allt öðruvísi en í skjálftanum 1987. Nú fann maður mikinn titring en þá komu bylgjukippir og hlutir hrundu í gólfið. Þannig var það ekki núna,“ segir Sverrir. Skjálftinn í dag var af stærðinni 5,2 og reið yfir klukkan 13:21. Hann fannst vel á nær öllu suðvesturhorni landsins, en hann átti upptök sín um 1,9 kílómetra suðvestur af Vatnafjöllum sem eru rétt suður af Heklu. Nokkrir eftirskjálftar hafa svo fylgt í kjölfarið. Skálftinn sem varð 25. maí 1987 mældist 5,8 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Hekla Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 24. september 2020 21:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hann segir að nú hafi fundist titringur en engir munir farið úr hillum. Í skjálftanum 1987 hafi hins vegar dunið á með bylgjum og þá hafi talsverð mikið af munum farið í gólfið. Sverrir er 94 ára og hefur búið í Selsundi í rúm sjötíu ár, en bærinn er líklegast sá sem næstur er Vatnafjöllum þar sem upptök skjálftans voru í dag. Hann þekkir því svæðið betur en margir aðrir. „Ég þekki það af reynslu,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Bærinn Selsund er merkt inn á kortið. Þar má einnig sjá Heklu og Vatnafjöll.Map.is „Við stóðum tveir hérna í forstofunni nú fundum mikinn titring. Þetta var allt öðruvísi en í skjálftanum 1987. Nú fann maður mikinn titring en þá komu bylgjukippir og hlutir hrundu í gólfið. Þannig var það ekki núna,“ segir Sverrir. Skjálftinn í dag var af stærðinni 5,2 og reið yfir klukkan 13:21. Hann fannst vel á nær öllu suðvesturhorni landsins, en hann átti upptök sín um 1,9 kílómetra suðvestur af Vatnafjöllum sem eru rétt suður af Heklu. Nokkrir eftirskjálftar hafa svo fylgt í kjölfarið. Skálftinn sem varð 25. maí 1987 mældist 5,8 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Hekla Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 24. september 2020 21:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29
Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 24. september 2020 21:29