Valið er mjög einfalt þegar kemur að örvunarskömmtum Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2021 13:31 Ég skal taka örvunarskammti af bólusetningu ef mér býðst hún. Ekki vegna þess að ég telji bólusetningar vera eina læknisfræðilega inngripið sem hafi engar mögulegar aukaverkanir (enda slík ekki til, nema þau sem hafa engin áhrif yfirhöfuð), og ekki heldur vegna þess að ég telji að það sé búið að rannsaka umfram allan vafa að því fylgi engin hætta. Að mér vitandi hefur það hvorki verið leyndarmál, né hneyksli, að nýjum bóluefnum fylgi ákveðin áhætta. Þess vegna skil ég ekki alveg málflutning „samsæriskenninga“-smiða, sem láta alltaf eins og þetta séu einhverjar sláandi fréttir. Að sjálfsögðu fylgir þessu áhætta. Í læknisfræði er stanslaust, ævarandi og eilíft mat milli mismunandi tegunda af áhættu. Að gefa pensillín felur í sér mat á áhættu þess að nota lyfið gegn áhættunni af því að vera veikur. Hið sama gildir um hálskirtlatökur og öll önnur læknisfræðileg inngrip, þar á meðal bóluefni. Stundum er áhættumatið auðvelt og stundum er það erfitt. Í tilfelli bóluefna gegn COVID-19 og COVID-19 sjálfs hinsvegar, er áhættumatið einfalt ef ekki er fyrir undirliggjandi sjúkdóma, sérstakar aðstæður eða eitthvað slíkt. Það sem fólk þarf að átta sig á í þessu áhættumati, er að það eru tvær áhættur sem þarf að bera saman, ekki bara ein sem þarf að meta. Því miður er mikið af fólki sem metur bara spurninguna hvort það sé áhætta af bóluefnum yfirhöfuð; af eða á. Það eru mikil mistök að líta þannig á, vegna þess að eini tilgangur bóluefnisins er að draga úr annarri áhættu; þeim sem fylgja því að fá COVID-19. Ég hef fengið COVID-19, og skal spara ykkur bölmóðinn yfir þeim andskota. Valið í mínum huga er mjög einfalt. Hætturnar af bóluefnunum eru varla umhugsunar virði við hliðina á hættuna af sjúkdómnum COVID-19. Gerum smá hugartilraun. Segjum að það sem er í dag mögulegar hliðarverkanir bóluefnanna væru sjúkdómurinn, en einkenni COVID-19 væru þekktar hliðarverkanir bóluefnis. Mynduð þið taka það bóluefni? Ekki myndi ég gera það, og það væri ekki einu sinni stungið upp á því, af þeirri einföldu ástæðu að annað er svo augljóslega, svo miklu, miklu, miklu verra en hitt; og það sem er verra, er helvítis sjúkdómurinn COVID-19. Enda er það engin tilviljun að fólk sem er hvað mest á móti bólusetningu gegn COVID-19, er sama fólkið og gerir lítið úr alvarleika faraldursins og einkennum COVID-19. Það er vegna þess að þetta áhættumat fer í klessu ef það er forsendan, og fólk fer að líta einungis á áhættuna af bóluefnunum og bera mögulega hliðarverkanir saman við „enga áhættu“. Nú get ég auðvitað ekki sannað fyrir ykkur að COVID-19 sé til og sé alvarlegur sjúkdómur. En ég þekki hann á eigin skinni. Og með þá reynslu í farteskinu skal ég segja ykkur að það er alger no-brainer fyrir mig að taka allar þær örvunarsprautur sem bjóðast. Ég skal taka þær tíu sinnum ef sóttvarnalæknir telur það til bóta. Nei, vitiði, ég skal bara taka hana eins oft og sóttvarnalæknir telur ráðlegt; ef hann mælir með hundrað sprautum skal ég taka hundrað sprautur. Áhættumatið er mjög einfalt í mínum huga. Þessi sjúkdómur fer mjög illa með sum okkar í mjög langan tíma, jafnvel ef við verðum ekki einu sinni það veik vikurnar eftir smit. Spurningin um hvort ég ætti að sætta mig við tvær eða þrjár er bara ekki einu sinni spurning í mínum huga. Að sjálfsögðu þigg ég þriðju sprautuna ef hún býðst. Að sjálfsögðu. En að lokum þetta; það er svolítið um að fólk segi eitthvað á borð við „okkur var sagt að [eitthvað sem gerðist ekki]“. Það er einfaldlega ekki rétt, að okkur hafi verið sagt neitt um þennan faraldur af fullkominni vissu. Það var aldrei, og verður aldrei öruggt, að næsta sprauta dugi. Það var aldrei, og verður aldrei öruggt, að veiran stökkbreytist ekki þannig að hún ráði við gömlu mótefnin. Við erum að eiga við náttúruöfl sem við hvorki stjórnum né þekkjum til hlítar. Það þýðir ekkert að leggja þá ábyrgð á sóttvarnalækni eða heilbrigðisyfirvöld, að þau þekki framtíðina með fullkominni vissu, eða geti lofað okkur einhverjum skotheldum leiðum. Enda hafa þau aldrei nokkurn tíma þóst geta það. Þau munu, eðlilega, halda áfram að skipta um skoðanir eftir því sem ný gögn og ný reynsla koma fram. Enda fagfólk sem byggir ráðgjöf sína á vísindalegri aðferð, sem er - þrátt fyrir allt - það besta sem við höfum. Þessu hendi ég bara út ykkur til umhugsunar. Það er ekki ásetningur minn að höfða til skyldurækni ykkar, heldur til persónulegrar, einstaklingsbundinnar dómgreindar. Höfundur er fráfarandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Ég skal taka örvunarskammti af bólusetningu ef mér býðst hún. Ekki vegna þess að ég telji bólusetningar vera eina læknisfræðilega inngripið sem hafi engar mögulegar aukaverkanir (enda slík ekki til, nema þau sem hafa engin áhrif yfirhöfuð), og ekki heldur vegna þess að ég telji að það sé búið að rannsaka umfram allan vafa að því fylgi engin hætta. Að mér vitandi hefur það hvorki verið leyndarmál, né hneyksli, að nýjum bóluefnum fylgi ákveðin áhætta. Þess vegna skil ég ekki alveg málflutning „samsæriskenninga“-smiða, sem láta alltaf eins og þetta séu einhverjar sláandi fréttir. Að sjálfsögðu fylgir þessu áhætta. Í læknisfræði er stanslaust, ævarandi og eilíft mat milli mismunandi tegunda af áhættu. Að gefa pensillín felur í sér mat á áhættu þess að nota lyfið gegn áhættunni af því að vera veikur. Hið sama gildir um hálskirtlatökur og öll önnur læknisfræðileg inngrip, þar á meðal bóluefni. Stundum er áhættumatið auðvelt og stundum er það erfitt. Í tilfelli bóluefna gegn COVID-19 og COVID-19 sjálfs hinsvegar, er áhættumatið einfalt ef ekki er fyrir undirliggjandi sjúkdóma, sérstakar aðstæður eða eitthvað slíkt. Það sem fólk þarf að átta sig á í þessu áhættumati, er að það eru tvær áhættur sem þarf að bera saman, ekki bara ein sem þarf að meta. Því miður er mikið af fólki sem metur bara spurninguna hvort það sé áhætta af bóluefnum yfirhöfuð; af eða á. Það eru mikil mistök að líta þannig á, vegna þess að eini tilgangur bóluefnisins er að draga úr annarri áhættu; þeim sem fylgja því að fá COVID-19. Ég hef fengið COVID-19, og skal spara ykkur bölmóðinn yfir þeim andskota. Valið í mínum huga er mjög einfalt. Hætturnar af bóluefnunum eru varla umhugsunar virði við hliðina á hættuna af sjúkdómnum COVID-19. Gerum smá hugartilraun. Segjum að það sem er í dag mögulegar hliðarverkanir bóluefnanna væru sjúkdómurinn, en einkenni COVID-19 væru þekktar hliðarverkanir bóluefnis. Mynduð þið taka það bóluefni? Ekki myndi ég gera það, og það væri ekki einu sinni stungið upp á því, af þeirri einföldu ástæðu að annað er svo augljóslega, svo miklu, miklu, miklu verra en hitt; og það sem er verra, er helvítis sjúkdómurinn COVID-19. Enda er það engin tilviljun að fólk sem er hvað mest á móti bólusetningu gegn COVID-19, er sama fólkið og gerir lítið úr alvarleika faraldursins og einkennum COVID-19. Það er vegna þess að þetta áhættumat fer í klessu ef það er forsendan, og fólk fer að líta einungis á áhættuna af bóluefnunum og bera mögulega hliðarverkanir saman við „enga áhættu“. Nú get ég auðvitað ekki sannað fyrir ykkur að COVID-19 sé til og sé alvarlegur sjúkdómur. En ég þekki hann á eigin skinni. Og með þá reynslu í farteskinu skal ég segja ykkur að það er alger no-brainer fyrir mig að taka allar þær örvunarsprautur sem bjóðast. Ég skal taka þær tíu sinnum ef sóttvarnalæknir telur það til bóta. Nei, vitiði, ég skal bara taka hana eins oft og sóttvarnalæknir telur ráðlegt; ef hann mælir með hundrað sprautum skal ég taka hundrað sprautur. Áhættumatið er mjög einfalt í mínum huga. Þessi sjúkdómur fer mjög illa með sum okkar í mjög langan tíma, jafnvel ef við verðum ekki einu sinni það veik vikurnar eftir smit. Spurningin um hvort ég ætti að sætta mig við tvær eða þrjár er bara ekki einu sinni spurning í mínum huga. Að sjálfsögðu þigg ég þriðju sprautuna ef hún býðst. Að sjálfsögðu. En að lokum þetta; það er svolítið um að fólk segi eitthvað á borð við „okkur var sagt að [eitthvað sem gerðist ekki]“. Það er einfaldlega ekki rétt, að okkur hafi verið sagt neitt um þennan faraldur af fullkominni vissu. Það var aldrei, og verður aldrei öruggt, að næsta sprauta dugi. Það var aldrei, og verður aldrei öruggt, að veiran stökkbreytist ekki þannig að hún ráði við gömlu mótefnin. Við erum að eiga við náttúruöfl sem við hvorki stjórnum né þekkjum til hlítar. Það þýðir ekkert að leggja þá ábyrgð á sóttvarnalækni eða heilbrigðisyfirvöld, að þau þekki framtíðina með fullkominni vissu, eða geti lofað okkur einhverjum skotheldum leiðum. Enda hafa þau aldrei nokkurn tíma þóst geta það. Þau munu, eðlilega, halda áfram að skipta um skoðanir eftir því sem ný gögn og ný reynsla koma fram. Enda fagfólk sem byggir ráðgjöf sína á vísindalegri aðferð, sem er - þrátt fyrir allt - það besta sem við höfum. Þessu hendi ég bara út ykkur til umhugsunar. Það er ekki ásetningur minn að höfða til skyldurækni ykkar, heldur til persónulegrar, einstaklingsbundinnar dómgreindar. Höfundur er fráfarandi þingmaður Pírata.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun