Mætti á æfingu daginn eftir alvarlegt bílslys í Eyjafirði: „Ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2021 12:00 Eric Fongue slapp vel á mánudaginn og getur spilað með Þór í kvöld. Hér er hann á liðsmynd í treyju sinni númer 12. Mynd/Palli Jóh Leikmaður körfuknattleiksliðs Þórs á Akureyri getur prísað sig sælan að hafa sloppið óskaddaður eftir alvarlegt bílslys á mánudaginn. Svisslendingurinn Eric Fongue verður með Þór í kvöld þegar liðið mætir Keflavík í Subway-deildinni, þrátt fyrir að hafa endað á spítala eftir alvarlegt bílslys. Fongue var að nálgast Akureyri, nánar tiltekið á Moldhaugnahálsi, þegar bifreið hans rann yfir á öfugan vegarhelming og framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra slösuðust ökumaður og farþegi hinnar bifreiðarinnar töluvert en nánari upplýsingar fengust ekki. Þeir voru líkt og Fongue fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri og loka þurfti fyrir umferð á hringveginum í um tvær klukkustundir. Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, segir mikla mildi að Fongue skyldi ekki slasast lífshættulega. „Bíllinn er í tætlum. Það er ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi,“ sagði Bjarki við Vísi og bætti við Fongue hefði ótrúlegt en satt verið mættur á æfingu strax á þriðjudag. Annar Svisslendingur kominn en meiddist Erlendir leikmenn Þórs, og þar með félagið sjálft, hafa ekki haft heppnina með sér það sem af er leiktíð. Írinn Jordan Blount og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Lawton eru báðir farnir heim vegna meiðsla. Jeremy Landendbergue, landi Fongue frá Sviss, er nýkominn til landsins en meiddist á æfingu og er óvíst að hann geti spilað gegn Keflavík í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Reggie Keely á svo eftir að fá leikheimild en hann kemur til landsins á morgun. Þór er eina stigalausa liðið í Subway-deildinni, eftir fimm umferðir. Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Svisslendingurinn Eric Fongue verður með Þór í kvöld þegar liðið mætir Keflavík í Subway-deildinni, þrátt fyrir að hafa endað á spítala eftir alvarlegt bílslys. Fongue var að nálgast Akureyri, nánar tiltekið á Moldhaugnahálsi, þegar bifreið hans rann yfir á öfugan vegarhelming og framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra slösuðust ökumaður og farþegi hinnar bifreiðarinnar töluvert en nánari upplýsingar fengust ekki. Þeir voru líkt og Fongue fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri og loka þurfti fyrir umferð á hringveginum í um tvær klukkustundir. Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, segir mikla mildi að Fongue skyldi ekki slasast lífshættulega. „Bíllinn er í tætlum. Það er ótrúlegt að hann skyldi sleppa lifandi,“ sagði Bjarki við Vísi og bætti við Fongue hefði ótrúlegt en satt verið mættur á æfingu strax á þriðjudag. Annar Svisslendingur kominn en meiddist Erlendir leikmenn Þórs, og þar með félagið sjálft, hafa ekki haft heppnina með sér það sem af er leiktíð. Írinn Jordan Blount og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Lawton eru báðir farnir heim vegna meiðsla. Jeremy Landendbergue, landi Fongue frá Sviss, er nýkominn til landsins en meiddist á æfingu og er óvíst að hann geti spilað gegn Keflavík í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Reggie Keely á svo eftir að fá leikheimild en hann kemur til landsins á morgun. Þór er eina stigalausa liðið í Subway-deildinni, eftir fimm umferðir.
Subway-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira