Smákökusamkeppnin endar með sykursjokki Kornax 12. nóvember 2021 08:50 Skiladagur fyrir Smákökusamkeppni Kornax er þann 17. nóvember. Þau Albert Eiríksson , Eva María Hallgrímsdóttir, Auðjón Guðmundsson og Jóhannes Freyr Baldursson, deildarstjóri matvælasviðs Kornax skipa dómnefndina í ár. Úrslitin verða tilkynnt á þættinum í Bítinu á Bylgjunni þann 19. nóvember. Árleg smákökusamkeppni Kornax brestur nú á í tólfta sinn en skiladagur þeirra sem ætla að taka þátt er 17. nóvember. Senda þarf inn uppskrift undir dulnefni og kökur fyrir dómnefndina að smakka. Stórglæsileg verðlaun eru í boði fyrir þrjú efstu sætin en einnig fá allir þátttakendur glaðning með bökunarvörum frá Kornax, Nesbú og Nóa Sírius. Dómnefndin er þegar komin með vatn í munninn enda berast um og yfir þrjú hundruð kökur í keppnina á hverju ári. Annálaðir sælkerar og fagfólk í bakstri skipa dómnefndina, Þau Albert Eiríksson hjá Albert eldar, Eva María Hallgrímsdóttir í Sætum syndum, Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Sírius og Jóhannes Freyr Baldursson, deildarstjóri matvælasviðs Kornax. „Þetta eru allt miklir reynsluboltar og fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Jóhannes Freyr. „Í fyrra bárust tæplega þrjú hundruð tegundir í keppnina. Hver dómari smakkaði um það bil sjötíu tegundir og valdi tuttugu og fimm úr. Allir dómararnir smökkuðu þær hundrað tegundir sem þá stóðu eftir og völdu úr aftur og aftur þar til eftir stóðu þær þrjár uppskriftir sem hlutu verðlaunin. Við erum auðvitað í sykursjokki að kvöldi dags,“ segir Jóhannes Freyr. Úrslitin verða tilkynnt á þættinum í Bítinu á Bylgjunni þann 19. nóvember og verðlaunin afhent í kjölfarið. Jóhannes segir keppnina afar vinsæla. Fleiri og fleiri taki þátt á hverju ári og mikill metnaður einkenni kökurnar sem sendar eru inn. En er eitthvað sérstakt sem þarf til að heilla dómnefndina? „Bara gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Það er ótrúlega gaman að sjá hve mikla vinnu fólk leggur í kökurnar.“ segir Jóhannes. Verðlaunin fyrir þrjú efstu sætin eru ekki af verri endanum 1. Sæti KitchenAid hrærivél (Artisan 175 línan) frá Raflandi í lit að eigin vali. Gjafabréf að upphæð kr. 50.000 frá Nettó Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel KEA Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 á veitingastaðinn Apótekið Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú Kornax hveiti í baksturinn 2. Sæti Gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Apótekið í Afternoon Tea Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú Kornax hveiti í baksturinn 3. Sæti Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú Kornax hveiti í baksturinn Hér fyrir neðan má sjá vinningsuppskrift frá árinu 2019 eftir Guðnýju Jónsdóttur Mæru-lyst eftir Guðnýju Jónsdóttur heilluðu dómnefndina upp úr skónum 2019. Mæru-lyst 150 g lint smjör 100 g dökkur púðursykur 100 g hrásykur 1 egg 200 g Kornax hveiti 1 tsk vínsteins lyftiduft 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar 2 tsk gróft malað hafsalt rifinn börkur af einni appelsínu 10 g Síríus karamellukurl. Hrærið smjör, púðursykur og hrásykur vel saman. Bætið við eggi, appelsínuberki og vanilludropum og hrærið vel. Sigtið saman hveiti, vínsteins lyftiduft og matarsóda og bætið við ásamt karamellukurli og hafsalti og hrærið varlega saman við. Setjið á bökunarplötu með lítilli teskeið, kökurnar renna dálítið út. Bakið við 180°C í 7-10 mín Skraut ofan á: Hvítir súkkulaðidropar og Síríus karamellukurl. Bræðið súkkulaðidropana í vatnsbaði og setjið yfir kökurnar. Stráið karamellukurli yfir. Hér má nálgast fleiri uppskriftir. Matur Jól Jólamatur Kökur og tertur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Árleg smákökusamkeppni Kornax brestur nú á í tólfta sinn en skiladagur þeirra sem ætla að taka þátt er 17. nóvember. Senda þarf inn uppskrift undir dulnefni og kökur fyrir dómnefndina að smakka. Stórglæsileg verðlaun eru í boði fyrir þrjú efstu sætin en einnig fá allir þátttakendur glaðning með bökunarvörum frá Kornax, Nesbú og Nóa Sírius. Dómnefndin er þegar komin með vatn í munninn enda berast um og yfir þrjú hundruð kökur í keppnina á hverju ári. Annálaðir sælkerar og fagfólk í bakstri skipa dómnefndina, Þau Albert Eiríksson hjá Albert eldar, Eva María Hallgrímsdóttir í Sætum syndum, Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Sírius og Jóhannes Freyr Baldursson, deildarstjóri matvælasviðs Kornax. „Þetta eru allt miklir reynsluboltar og fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Jóhannes Freyr. „Í fyrra bárust tæplega þrjú hundruð tegundir í keppnina. Hver dómari smakkaði um það bil sjötíu tegundir og valdi tuttugu og fimm úr. Allir dómararnir smökkuðu þær hundrað tegundir sem þá stóðu eftir og völdu úr aftur og aftur þar til eftir stóðu þær þrjár uppskriftir sem hlutu verðlaunin. Við erum auðvitað í sykursjokki að kvöldi dags,“ segir Jóhannes Freyr. Úrslitin verða tilkynnt á þættinum í Bítinu á Bylgjunni þann 19. nóvember og verðlaunin afhent í kjölfarið. Jóhannes segir keppnina afar vinsæla. Fleiri og fleiri taki þátt á hverju ári og mikill metnaður einkenni kökurnar sem sendar eru inn. En er eitthvað sérstakt sem þarf til að heilla dómnefndina? „Bara gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Það er ótrúlega gaman að sjá hve mikla vinnu fólk leggur í kökurnar.“ segir Jóhannes. Verðlaunin fyrir þrjú efstu sætin eru ekki af verri endanum 1. Sæti KitchenAid hrærivél (Artisan 175 línan) frá Raflandi í lit að eigin vali. Gjafabréf að upphæð kr. 50.000 frá Nettó Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel KEA Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 á veitingastaðinn Apótekið Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú Kornax hveiti í baksturinn 2. Sæti Gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Apótekið í Afternoon Tea Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú Kornax hveiti í baksturinn 3. Sæti Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú Kornax hveiti í baksturinn Hér fyrir neðan má sjá vinningsuppskrift frá árinu 2019 eftir Guðnýju Jónsdóttur Mæru-lyst eftir Guðnýju Jónsdóttur heilluðu dómnefndina upp úr skónum 2019. Mæru-lyst 150 g lint smjör 100 g dökkur púðursykur 100 g hrásykur 1 egg 200 g Kornax hveiti 1 tsk vínsteins lyftiduft 1 tsk matarsódi 1 tsk vanilludropar 2 tsk gróft malað hafsalt rifinn börkur af einni appelsínu 10 g Síríus karamellukurl. Hrærið smjör, púðursykur og hrásykur vel saman. Bætið við eggi, appelsínuberki og vanilludropum og hrærið vel. Sigtið saman hveiti, vínsteins lyftiduft og matarsóda og bætið við ásamt karamellukurli og hafsalti og hrærið varlega saman við. Setjið á bökunarplötu með lítilli teskeið, kökurnar renna dálítið út. Bakið við 180°C í 7-10 mín Skraut ofan á: Hvítir súkkulaðidropar og Síríus karamellukurl. Bræðið súkkulaðidropana í vatnsbaði og setjið yfir kökurnar. Stráið karamellukurli yfir. Hér má nálgast fleiri uppskriftir.
Verðlaunin fyrir þrjú efstu sætin eru ekki af verri endanum 1. Sæti KitchenAid hrærivél (Artisan 175 línan) frá Raflandi í lit að eigin vali. Gjafabréf að upphæð kr. 50.000 frá Nettó Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel KEA Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 á veitingastaðinn Apótekið Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú Kornax hveiti í baksturinn 2. Sæti Gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Apótekið í Afternoon Tea Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú Kornax hveiti í baksturinn 3. Sæti Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú Kornax hveiti í baksturinn
Matur Jól Jólamatur Kökur og tertur Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira