Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 16:09 Emil Pálsson gat rætt við fjölmiðla í dag eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsi. MYND/SARPSBORG08.NO Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“ Norski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“
Norski boltinn Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“