Nýtur þess að spila með besta vini sínum hjá einu stærsta félagi Norðurlandanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Hákon Arnar Haraldsson hefur stimplað sig inn í lið FC Kaupmannahafnar að undanförnu. getty/Lars Ronbog Ísak Bergmann Jóhannesson nýtur þess að spila með jafnaldra sínum frá Akranesi, Hákoni Arnari Haraldssyni, hjá FC Kaupmannahöfn. Hann segir að hann eigi erindi í A-landsliðið. Hákon hefur verið í byrjunarliði FCK í síðustu tveimur leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrsta byrjunarliðsleiknum, gegn Vejle, skoraði hann laglegt skallamark. Ísak þekkir Hákon betur en flestir en þeir eru jafnaldrar, fæddir 2003, af Skaganum. Þeir voru samherjar í yngri flokkum ÍA og núna hjá FCK, einu stærsta félagsliði Norðurlandanna. „Hann hefur komið inn með kraft og er mjög orkumikill þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum sínum og skoraði geðveikt mark. Ég hef séð hversu góður hann er síðan við vorum tíu ára. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana í ÍA og að spila saman í FCK núna eru forréttindi,“ sagði Ísak á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Við erum bestu vinir. Við búum á móti hvor öðrum uppi á Skaga og erum núna saman í FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni. Það yrði draumur.“ Ísak er á sínum stað í A-landsliðinu en Hákon var valinn í U-21 árs landsliðið sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM í þessum mánuði. Ísak segir að Hákon hafi allt eins átt heima í A-landsliðinu. „Algjörlega, hann hefur hæfileikana og allt til að vera í A-landsliðinu finnst mér. Hugarfarið er líka upp á tíu. Það er engin spurning að Hákon hefur gæði og hugarfar til að vera í A-landsliðinu. Svo er það bara þjálfarans að velja,“ sagði Ísak. Hann getur leikið sinn níunda A-landsleik þegar Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest í undankeppni HM annað kvöld. Á sunnudaginn mætir Ísland svo Norður-Makedóníu í Skopje í síðasta leik sínum í undankeppninni. Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Hákon hefur verið í byrjunarliði FCK í síðustu tveimur leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrsta byrjunarliðsleiknum, gegn Vejle, skoraði hann laglegt skallamark. Ísak þekkir Hákon betur en flestir en þeir eru jafnaldrar, fæddir 2003, af Skaganum. Þeir voru samherjar í yngri flokkum ÍA og núna hjá FCK, einu stærsta félagsliði Norðurlandanna. „Hann hefur komið inn með kraft og er mjög orkumikill þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum sínum og skoraði geðveikt mark. Ég hef séð hversu góður hann er síðan við vorum tíu ára. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana í ÍA og að spila saman í FCK núna eru forréttindi,“ sagði Ísak á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Við erum bestu vinir. Við búum á móti hvor öðrum uppi á Skaga og erum núna saman í FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni. Það yrði draumur.“ Ísak er á sínum stað í A-landsliðinu en Hákon var valinn í U-21 árs landsliðið sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM í þessum mánuði. Ísak segir að Hákon hafi allt eins átt heima í A-landsliðinu. „Algjörlega, hann hefur hæfileikana og allt til að vera í A-landsliðinu finnst mér. Hugarfarið er líka upp á tíu. Það er engin spurning að Hákon hefur gæði og hugarfar til að vera í A-landsliðinu. Svo er það bara þjálfarans að velja,“ sagði Ísak. Hann getur leikið sinn níunda A-landsleik þegar Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest í undankeppni HM annað kvöld. Á sunnudaginn mætir Ísland svo Norður-Makedóníu í Skopje í síðasta leik sínum í undankeppninni.
Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira