Fótbolti

Kvennalandsliðið spilar aukalandsleik í þessum mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar öðru af tveimur mörkum sínum gegn Kýpur í síðasta mánuði.
Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar öðru af tveimur mörkum sínum gegn Kýpur í síðasta mánuði. VÍSIR/VILHELM

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á ekki eftir einn landsleik á þessu ári heldur tvo. KSÍ segir frá nýskipulögðum vináttulandsleik við Japana seinna í þessum mánuði.

Lokaleikur íslenska landsliðsins í undankeppni HM á árinu er á Kýpur 30. nóvember næstkomandi. Þetta átti að vera eini leikur liðsins í glugganum en það hefur nú breyst.

Íslensku stelpurnar unnu báða leiki sína í síðasta glugga eftir tap á móti Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM.

Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að íslenska liðið muni spila æfingarleik við Japan í Almere í Hollandi fimm dögum fyrr eða 25. nóvember.

Japanska landsliðið er í þrettánda sæti heimslistans eða þremur sætum á undan því íslenska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×