Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 20:13 Bragi Valdimar segir að reynt verði að notast við hraðpróf við tónleikahaldið. Vísir/Vilhelm/Brandenburg Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana. „Mér líður ekkert allt of vel, vitandi að við erum hérna með marguppselda tónleika í háskólabíó og þessar nýju takmarkanir ná náttúrulega yfir allavega fyrstu helgina hjá okkur og væntanlega eitthvað meira. Sem þýðir það að við þurfum að gera alls konar ráðstafanir, í raun og veru bara lesa okkur í gegnum reglugerðir og finna út hvað við megum og hvað við megum ekki. Húsin þurfa að fara í viðbragðsstöðu og það þarf að kalla út fólk og það þarf að athuga hvernig á að demba öllu liðinu í hraðpróf, hvernig það er framkvæmt og hvar það er framkvæmt,“ segir Bragi Valdimar, aðspurður hvernig honum líði þegar miðvikudagurinn nálgast, með tilheyrandi herðingum á samkomutakmörkunum. Bragi Valdimar var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir sveitina með 16 jólatónleika á dagskrá. Engir tónleikar voru haldnir jólatónleikavertíðina í fyrra sökum sóttvarnatakmarkana og eftirspurnin því mikil. Sveitin hafi því farið varlega af stað í ár tónleikarnir hafi selst upp einir af öðrum. „En um leið og þessi tíðindi koma þá stoppar svolítið salan og fólk verður varara um sig og fer að bíða.“ Hann segir allt hafa verið botnfrosið fyrir tónlistarbransann eins og hann leggur sig í að verða tvö ár. Um sé að ræða lífsspursmál fyrir marga að komast af stað með tónleikahald. Þar vegi nóvember og desember þungt fyrir afskaplega marga. Hættur að gera sér væntingar Bragi Valdimar segist ekki hafa átt von á því að takmarkanirnar sem taka gildi á miðvikudag yrðu jafn harðar og raun ber vitni. „Fólk er bólusett, tví- og þríbólusett. Það er stefnt að því að gefa örvunarskammta. Maður er samt eiginlega hættur að búast við eða gera ráð fyrir nokkrum sköpuðum hlut því það er búið að loka ansi oft áður og opna. Við verðum bara að hlíta boðum og bönnum, en þetta er eins og tónleikahaldarar og leikhúsin hafa bent á: Það er alveg stigsmunur á því að sitja úti í sal og vera svo bara á skrallinu fram eftir nóttu,“ segir Bragi Valdimar. Vísir ræddi við Braga Valdimar í október á síðasta ári, þegar sams konar staða var uppi. Þá umfjöllun má lesa hér: Frá og með miðvikudeginum tekur gildi 500 manna samkomubann en heimilt verður að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns með notkun hraðprófa. Bragi Valdimar bendir á að sá fjöldi fari langt með að fylla Eldborgarsal Hörpu. „Þannig að þetta er hægt en fólk þarf bara að hjálpast að. Hraðprófin hafa eiginlega ekki verið nýtt í þessu, hingað til. En ég hugsa að það verði næstu mánuði svolítið normið, ef fólk er að fara á viðburði að það fari þá í hraðpróf. En það þarf þá að vera aðgengilegt og ekki bara að mynda einhverjar raðir á Suðurlandsbrautinni,“ segir Bragi Valdimar. Hann segist telja þörf á fleiri stöðum þar sem hraðpróf eru tekin og sömuleiðis að niðurstöður þeirra berist fljótt. Erfitt að lesa sífellt nýjar reglugerðir Bragi Valdimar segir tónlistarbransann margoft hafa kallað eftir því við stjórnvöld að fá einhvers konar áætlun sem gera megi ráð fyrir því að haldi. „Bara það að vita að það eru takmarkanir um jólin. Ef við vitum að desember verður nákvæmlega einhvern veginn svona og svona, þá er hægt að stilla sig af eftir því. Það er náttúrulega óþægilegast að allir fari í gang, skipuleggi sína tónleika, skipuleggi viðburði miðað við einhverjar ákveðnar forsendur. Svo er því bara kippt af okkur þremur vikum fyrir, eða bara daginn áður eins og í einhverjum tilvikum.“ Hann segir ofboðslega erfitt að skipuleggja viðburði fram í tímann við þessar aðstæður, auk þess sem því fylgi mikill kostnaður og undirbúningur. „Það er líka erfitt að vera alltaf að lesa sig í gegnum nýjar reglugerðir.“ Hann bendir á að framkvæmd hraðprófa fyrir viðburði sé heldur óskýr, meðal annars með tilliti til þess hvar þau verði tekin, hversu víða og annað. „Best væri náttúrulega ef þetta væri bara á staðnum, á viðkomandi tónleikastað. Fólk kæmi bara samdægurs þangað, færi í prófið og að sækja miðana sína, eitthvað slíkt. Þetta er held ég ekkert rosalega skipulagt.“ Stefna á tónleikahald þrátt fyrir allt Bragi Valdimar segir að þrátt fyrir þetta sé stefnan að halda skemmtilega jólatónleika, með fólk í salnum. Þá sé stefnan að nýta hraðprófin og reyna að forðast að skipta salnum upp í hólf. „Af því að fólk er eins og við sjáum þyrst í að fá smá skemmtun og hafa gaman. Fólk þarf bara að passa sig, við bara treystum á það. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú að það passi sig allir, hver fyrir sig svolítið, og við séum bara tillitssöm hvert við annað,“ segir Bragi Valdimar. Viðtalið við Braga Valdimar í heild sinni má heyra hér að ofan. Tónlist Jól Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Mér líður ekkert allt of vel, vitandi að við erum hérna með marguppselda tónleika í háskólabíó og þessar nýju takmarkanir ná náttúrulega yfir allavega fyrstu helgina hjá okkur og væntanlega eitthvað meira. Sem þýðir það að við þurfum að gera alls konar ráðstafanir, í raun og veru bara lesa okkur í gegnum reglugerðir og finna út hvað við megum og hvað við megum ekki. Húsin þurfa að fara í viðbragðsstöðu og það þarf að kalla út fólk og það þarf að athuga hvernig á að demba öllu liðinu í hraðpróf, hvernig það er framkvæmt og hvar það er framkvæmt,“ segir Bragi Valdimar, aðspurður hvernig honum líði þegar miðvikudagurinn nálgast, með tilheyrandi herðingum á samkomutakmörkunum. Bragi Valdimar var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir sveitina með 16 jólatónleika á dagskrá. Engir tónleikar voru haldnir jólatónleikavertíðina í fyrra sökum sóttvarnatakmarkana og eftirspurnin því mikil. Sveitin hafi því farið varlega af stað í ár tónleikarnir hafi selst upp einir af öðrum. „En um leið og þessi tíðindi koma þá stoppar svolítið salan og fólk verður varara um sig og fer að bíða.“ Hann segir allt hafa verið botnfrosið fyrir tónlistarbransann eins og hann leggur sig í að verða tvö ár. Um sé að ræða lífsspursmál fyrir marga að komast af stað með tónleikahald. Þar vegi nóvember og desember þungt fyrir afskaplega marga. Hættur að gera sér væntingar Bragi Valdimar segist ekki hafa átt von á því að takmarkanirnar sem taka gildi á miðvikudag yrðu jafn harðar og raun ber vitni. „Fólk er bólusett, tví- og þríbólusett. Það er stefnt að því að gefa örvunarskammta. Maður er samt eiginlega hættur að búast við eða gera ráð fyrir nokkrum sköpuðum hlut því það er búið að loka ansi oft áður og opna. Við verðum bara að hlíta boðum og bönnum, en þetta er eins og tónleikahaldarar og leikhúsin hafa bent á: Það er alveg stigsmunur á því að sitja úti í sal og vera svo bara á skrallinu fram eftir nóttu,“ segir Bragi Valdimar. Vísir ræddi við Braga Valdimar í október á síðasta ári, þegar sams konar staða var uppi. Þá umfjöllun má lesa hér: Frá og með miðvikudeginum tekur gildi 500 manna samkomubann en heimilt verður að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns með notkun hraðprófa. Bragi Valdimar bendir á að sá fjöldi fari langt með að fylla Eldborgarsal Hörpu. „Þannig að þetta er hægt en fólk þarf bara að hjálpast að. Hraðprófin hafa eiginlega ekki verið nýtt í þessu, hingað til. En ég hugsa að það verði næstu mánuði svolítið normið, ef fólk er að fara á viðburði að það fari þá í hraðpróf. En það þarf þá að vera aðgengilegt og ekki bara að mynda einhverjar raðir á Suðurlandsbrautinni,“ segir Bragi Valdimar. Hann segist telja þörf á fleiri stöðum þar sem hraðpróf eru tekin og sömuleiðis að niðurstöður þeirra berist fljótt. Erfitt að lesa sífellt nýjar reglugerðir Bragi Valdimar segir tónlistarbransann margoft hafa kallað eftir því við stjórnvöld að fá einhvers konar áætlun sem gera megi ráð fyrir því að haldi. „Bara það að vita að það eru takmarkanir um jólin. Ef við vitum að desember verður nákvæmlega einhvern veginn svona og svona, þá er hægt að stilla sig af eftir því. Það er náttúrulega óþægilegast að allir fari í gang, skipuleggi sína tónleika, skipuleggi viðburði miðað við einhverjar ákveðnar forsendur. Svo er því bara kippt af okkur þremur vikum fyrir, eða bara daginn áður eins og í einhverjum tilvikum.“ Hann segir ofboðslega erfitt að skipuleggja viðburði fram í tímann við þessar aðstæður, auk þess sem því fylgi mikill kostnaður og undirbúningur. „Það er líka erfitt að vera alltaf að lesa sig í gegnum nýjar reglugerðir.“ Hann bendir á að framkvæmd hraðprófa fyrir viðburði sé heldur óskýr, meðal annars með tilliti til þess hvar þau verði tekin, hversu víða og annað. „Best væri náttúrulega ef þetta væri bara á staðnum, á viðkomandi tónleikastað. Fólk kæmi bara samdægurs þangað, færi í prófið og að sækja miðana sína, eitthvað slíkt. Þetta er held ég ekkert rosalega skipulagt.“ Stefna á tónleikahald þrátt fyrir allt Bragi Valdimar segir að þrátt fyrir þetta sé stefnan að halda skemmtilega jólatónleika, með fólk í salnum. Þá sé stefnan að nýta hraðprófin og reyna að forðast að skipta salnum upp í hólf. „Af því að fólk er eins og við sjáum þyrst í að fá smá skemmtun og hafa gaman. Fólk þarf bara að passa sig, við bara treystum á það. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú að það passi sig allir, hver fyrir sig svolítið, og við séum bara tillitssöm hvert við annað,“ segir Bragi Valdimar. Viðtalið við Braga Valdimar í heild sinni má heyra hér að ofan.
Tónlist Jól Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira