Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar furðu varfærið við að tjá sig Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. nóvember 2021 20:30 Sumir tala undir rós en aðrir hafa ekki tjáð sig neitt um málið. vísir/vilhelm Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur verið furðu varfærið við að tjá sig um stöðuna innan Eflingar. Það vill ekki svara spurningum um málflutning fráfarandi formanns og framkvæmdastjóra síðustu daga sem ýmsir telja þó að þeim hljóti að vera skylt að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir tjáði sig í fyrsta skipti um afsögn sína í gær eftir vikuþögn í fjölmiðlum. Þar talaði hún á svipaðan hátt og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði gert í liðinni viku; og gagnrýndi starfsfólk og trúnaðarmenn skrifstofunnar harðlega. Guðmundur Baldursson, stjórnarformaður Eflingar, gagnrýndi það í kvöldfréttum í gær hve lítið hefði heyrst fá ASÍ og Starfsgreinasambandinu um málið. Þau þyrftu að taka skýra afstöðu með bæði trúnaðarmönnum og starfsfólki skrifstofunnar. Þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri þess, hafa þrátt fyrir þetta ekki viljað veita fréttastofu viðtal. Stjórn Eflingar hefur þá beðið fjölmiðla að láta sig í friði og segist ekki ætla að veita viðtöl á næstunni. Það gildir einnig um nýjan formann eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sem sagði við fréttastofu fyrir helgi að hún ætlaði ekki að tjá sig um framferði Sólveigar Önnu og Viðars gegn starfsfólki skrifstofunnar. Tala ekki beint um málið Drífa snerti þó á hlutverki trúnaðarmanna í vikulegum pistli sínum síðasta föstudag þar sem hún sagði stöðu þeirra almennt erfiða og þeir yrðu að tala máli starfsfólks vinnustaðar síns. Þeir gætu lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál kæmu þar upp. Flosi birti þá pistil eftir sig á síðu Starfsgreinasambandsins í dag þar sem hann virðist svara gagnrýni Sólveigar og Viðars þó hann hafi ekki viljað staðfesta við fréttastofu í dag að orðum hans væri beint sérstaklega til þeirra. Þar segir hann meðal annars að starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar um land allt eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra mikilvægu og góðu störfum og segir svo orðrétt: „Nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf". Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir tjáði sig í fyrsta skipti um afsögn sína í gær eftir vikuþögn í fjölmiðlum. Þar talaði hún á svipaðan hátt og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði gert í liðinni viku; og gagnrýndi starfsfólk og trúnaðarmenn skrifstofunnar harðlega. Guðmundur Baldursson, stjórnarformaður Eflingar, gagnrýndi það í kvöldfréttum í gær hve lítið hefði heyrst fá ASÍ og Starfsgreinasambandinu um málið. Þau þyrftu að taka skýra afstöðu með bæði trúnaðarmönnum og starfsfólki skrifstofunnar. Þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri þess, hafa þrátt fyrir þetta ekki viljað veita fréttastofu viðtal. Stjórn Eflingar hefur þá beðið fjölmiðla að láta sig í friði og segist ekki ætla að veita viðtöl á næstunni. Það gildir einnig um nýjan formann eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sem sagði við fréttastofu fyrir helgi að hún ætlaði ekki að tjá sig um framferði Sólveigar Önnu og Viðars gegn starfsfólki skrifstofunnar. Tala ekki beint um málið Drífa snerti þó á hlutverki trúnaðarmanna í vikulegum pistli sínum síðasta föstudag þar sem hún sagði stöðu þeirra almennt erfiða og þeir yrðu að tala máli starfsfólks vinnustaðar síns. Þeir gætu lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál kæmu þar upp. Flosi birti þá pistil eftir sig á síðu Starfsgreinasambandsins í dag þar sem hann virðist svara gagnrýni Sólveigar og Viðars þó hann hafi ekki viljað staðfesta við fréttastofu í dag að orðum hans væri beint sérstaklega til þeirra. Þar segir hann meðal annars að starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar um land allt eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra mikilvægu og góðu störfum og segir svo orðrétt: „Nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf".
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33
Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55