Brighton og Newcastle skildu jöfn eftir hundrað mínútna leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 19:30 Robert Sanchez, markvörður Brighton, fékk að líta rauða spjaldið. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Brighton og Newcastle gerðu jafntefli, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fjörugum leik þar sem VAR lék stórt hlutverk. Fyrir leikinn var ljóst að bæði liðin vildi stigin þrjú. Newcastle sat á botninum eftir sigur Norwich fyrr í dag en Brighton gat með sigri lyft sér upp fyrir Manchester United og komist upp í fimmta sætið. Það voru leikmenn Brighton sem byrjuðu leikinn betur og áttu mun hættulegri sóknir. Karl Darlow, markvörður Newcastle, þurfti margoft að taka á honum stóra sínum en það var svo á 24. mínútu að Leandro Trossard var felldur í teignum. VAR tók sér langann tíma að taka ákvörðun en á endanum var það dómari leiksins, David Coote, sem tók ákvörðun. Vítaspyrna dæmd og Trossard skoraði sjálfur úr henni. Í kjölfarið þyngdist róðurinn fyrir Newcastle en liðinu tókst að halda út fram að hálfleik án þess að fá á sig annað mark. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Brighton. Brighton var svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og því kom það nokkuð á óvart þegar Newcastle jafnaði. Eftir darraðadans barst boltinn á Isaac Hayden sem kom boltanum í netið, 1-1. 92 mins: Robert Sanchez sent offLewis Dunk has gone in goal for Brighton for the final few minutes!Join us live now on BT Sport 1 HD | Ultimate pic.twitter.com/goSJxvRGwO— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 6, 2021 Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma. Callum Wilson, framherji Newcastle, slapp í gegn en féll til jarðar eftir viðskipti við Robert Sanchez, markvörð Brighton. Eftir langa VAR pásu þá rak David Coote Sanchez af velli og Lewis Dunk fór út vörninni og í markið. Dunk fékk þó ekki á sig mark og þar við sat. Newcastle er eftir leikinn í 19. sæti með einungis fimm stig. Brighton er á fínum stað í töflunni með 17 stig í sjötta sætinu. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira
Fyrir leikinn var ljóst að bæði liðin vildi stigin þrjú. Newcastle sat á botninum eftir sigur Norwich fyrr í dag en Brighton gat með sigri lyft sér upp fyrir Manchester United og komist upp í fimmta sætið. Það voru leikmenn Brighton sem byrjuðu leikinn betur og áttu mun hættulegri sóknir. Karl Darlow, markvörður Newcastle, þurfti margoft að taka á honum stóra sínum en það var svo á 24. mínútu að Leandro Trossard var felldur í teignum. VAR tók sér langann tíma að taka ákvörðun en á endanum var það dómari leiksins, David Coote, sem tók ákvörðun. Vítaspyrna dæmd og Trossard skoraði sjálfur úr henni. Í kjölfarið þyngdist róðurinn fyrir Newcastle en liðinu tókst að halda út fram að hálfleik án þess að fá á sig annað mark. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Brighton. Brighton var svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og því kom það nokkuð á óvart þegar Newcastle jafnaði. Eftir darraðadans barst boltinn á Isaac Hayden sem kom boltanum í netið, 1-1. 92 mins: Robert Sanchez sent offLewis Dunk has gone in goal for Brighton for the final few minutes!Join us live now on BT Sport 1 HD | Ultimate pic.twitter.com/goSJxvRGwO— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 6, 2021 Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma. Callum Wilson, framherji Newcastle, slapp í gegn en féll til jarðar eftir viðskipti við Robert Sanchez, markvörð Brighton. Eftir langa VAR pásu þá rak David Coote Sanchez af velli og Lewis Dunk fór út vörninni og í markið. Dunk fékk þó ekki á sig mark og þar við sat. Newcastle er eftir leikinn í 19. sæti með einungis fimm stig. Brighton er á fínum stað í töflunni með 17 stig í sjötta sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira