Real Madrid á toppinn eftir sigur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 22:00 Karim Benzema skoraði í kvöld EPA-EFE/JUANJO MARTIN Fyrir leikinn var Real Madrid með 24 stig í öðru sæti deildarinnar en Rayo Vallecano í sjötta sæti með 20 stig. Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á 14. mínútu tóku heimamenn forystuna. Þar var á ferðinni þýski landsliðsmaðurinn Tony Kroos. Hann fékk sendingu inn á teiginn frá Marco Asencio og kláraði færið snilldarlega. Fast, innanfótar upp í markhornið. Glæsilegt mark og Madrídingar komnir á bragðið. Á 38. mínútu kom mark númer tvö hjá Real Madrid. David Alaba átti þá fyrirgjöf frá vinstri og Karim Benzema var mættur á fjærstöngina. 2-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. SISTENCIA L A B A pic.twitter.com/672TbYMAgg— Real Madrid C.F. (@realmadrid) November 6, 2021 Í síðari hálfleik var mikið jafnræði með liðunum en það voru gestirnir í Vallecano sem skoruðu þriðja mark leiksins og það var enginn annar en Radamel Falcao sem minnkaði muninn á 76. mínútu eftir að hafa komið inná sem varamaður. Hann skoraði með skalla úr teignum. Falcao þurfti svo að fara meiddur af velli fimm mínútum síðar. Leikurinn fjaraði svo út og Real Madrid fagnaði sigri. Með sigrinum tyllti liðið sér á topp deildarinnar. Spænski boltinn
Fyrir leikinn var Real Madrid með 24 stig í öðru sæti deildarinnar en Rayo Vallecano í sjötta sæti með 20 stig. Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á 14. mínútu tóku heimamenn forystuna. Þar var á ferðinni þýski landsliðsmaðurinn Tony Kroos. Hann fékk sendingu inn á teiginn frá Marco Asencio og kláraði færið snilldarlega. Fast, innanfótar upp í markhornið. Glæsilegt mark og Madrídingar komnir á bragðið. Á 38. mínútu kom mark númer tvö hjá Real Madrid. David Alaba átti þá fyrirgjöf frá vinstri og Karim Benzema var mættur á fjærstöngina. 2-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. SISTENCIA L A B A pic.twitter.com/672TbYMAgg— Real Madrid C.F. (@realmadrid) November 6, 2021 Í síðari hálfleik var mikið jafnræði með liðunum en það voru gestirnir í Vallecano sem skoruðu þriðja mark leiksins og það var enginn annar en Radamel Falcao sem minnkaði muninn á 76. mínútu eftir að hafa komið inná sem varamaður. Hann skoraði með skalla úr teignum. Falcao þurfti svo að fara meiddur af velli fimm mínútum síðar. Leikurinn fjaraði svo út og Real Madrid fagnaði sigri. Með sigrinum tyllti liðið sér á topp deildarinnar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti