Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 12:37 Gustað hefur hressilega um KSÍ undanfarnar vikur. vísir/vilhelm Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Starfshópurinn, sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir leiddi, hefur lokið vinnu sinni og skýrsla hans var birt í gær. Í honum eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Undir hverri tillögu eru nokkrar leiðir lagðar fram til að ná markmiðinu. Fyrsta tillagan í skýrslu starfshópsins er að uppfæra siðareglur og samninga. Þar skal skýrt kveðið á um ofbeldismál. Hópurinn leggur til fjórar leiðir til að ná því markmiði. Ein þeirra er að leikmannasamningar innihaldi ákvæði varðandi ofbeldisbrot. Hluti af því er að leikmenn meistaraflokka og landsliða skuldbindi sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Hinar leiðirnar eru í fyrsta lagi að uppfæra siðareglur KSÍ og bæta inn sér grein um ofbeldi í þeim. Í öðru lagi að samningur sem landsliðsfólk skrifi undir taki mið af þeim siðareglum. Og í þriðja lagi að starfsfólk og aðrir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifi undir siðareglurnar. Leiðirnar til uppfæra siðareglur og samninga þar sem skýrt skal kveðið á um ofbeldismál 1.1. Uppfæra siðareglur KSÍ -Bæta við sér grein um ofbeldi í siðareglurnar og opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi KSÍ varðandi brot á siðareglum 1.2. Samningur fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum -Starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Knattspyrnusambandið er hvatt eindregið til að nýta slíka samninga þegar þeir verða tilbúnir fyrir sitt landsliðsfólk 1.3. Leikmannasamningar innihalda ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota -Á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum. 1.4. Starfsfólk og fólk sem sinnir trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifar undir siðareglur -Setja siðareglur inn í samninga við starfsfólk og þjálfara KSÍ. Öll sem sinna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skulu skrifa undir siðareglur þegar þau hefja störf. Einnig skulu þau sem þegar sinna slíkum störfum skrifa undir siðareglur. Lesa má skýrslu starfshópsins með því að smella hér. Starfshópur ÍSÍ skoðar nú gerð samninga sem landsliðsfólk þarf að skrifa undir. Starfshópur KSÍ hvetur eindregið til þess að sambandið nýti slíka samninga þegar þeir eru klárir og að þeir taki mið af siðareglum KSÍ. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Starfshópurinn, sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir leiddi, hefur lokið vinnu sinni og skýrsla hans var birt í gær. Í honum eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Undir hverri tillögu eru nokkrar leiðir lagðar fram til að ná markmiðinu. Fyrsta tillagan í skýrslu starfshópsins er að uppfæra siðareglur og samninga. Þar skal skýrt kveðið á um ofbeldismál. Hópurinn leggur til fjórar leiðir til að ná því markmiði. Ein þeirra er að leikmannasamningar innihaldi ákvæði varðandi ofbeldisbrot. Hluti af því er að leikmenn meistaraflokka og landsliða skuldbindi sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Hinar leiðirnar eru í fyrsta lagi að uppfæra siðareglur KSÍ og bæta inn sér grein um ofbeldi í þeim. Í öðru lagi að samningur sem landsliðsfólk skrifi undir taki mið af þeim siðareglum. Og í þriðja lagi að starfsfólk og aðrir sem sinna trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifi undir siðareglurnar. Leiðirnar til uppfæra siðareglur og samninga þar sem skýrt skal kveðið á um ofbeldismál 1.1. Uppfæra siðareglur KSÍ -Bæta við sér grein um ofbeldi í siðareglurnar og opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi KSÍ varðandi brot á siðareglum 1.2. Samningur fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum -Starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Knattspyrnusambandið er hvatt eindregið til að nýta slíka samninga þegar þeir verða tilbúnir fyrir sitt landsliðsfólk 1.3. Leikmannasamningar innihalda ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota -Á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum. 1.4. Starfsfólk og fólk sem sinnir trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifar undir siðareglur -Setja siðareglur inn í samninga við starfsfólk og þjálfara KSÍ. Öll sem sinna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skulu skrifa undir siðareglur þegar þau hefja störf. Einnig skulu þau sem þegar sinna slíkum störfum skrifa undir siðareglur. Lesa má skýrslu starfshópsins með því að smella hér. Starfshópur ÍSÍ skoðar nú gerð samninga sem landsliðsfólk þarf að skrifa undir. Starfshópur KSÍ hvetur eindregið til þess að sambandið nýti slíka samninga þegar þeir eru klárir og að þeir taki mið af siðareglum KSÍ.
1.1. Uppfæra siðareglur KSÍ -Bæta við sér grein um ofbeldi í siðareglurnar og opna kæru- og ábendingaleiðir fyrir öll sem starfa á vettvangi KSÍ varðandi brot á siðareglum 1.2. Samningur fyrir landsliðsfólk sem tekur mið af siðareglum -Starfshópur á vegum ÍSÍ er að skoða gerð slíkra samninga. Knattspyrnusambandið er hvatt eindregið til að nýta slíka samninga þegar þeir verða tilbúnir fyrir sitt landsliðsfólk 1.3. Leikmannasamningar innihalda ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota -Á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum. 1.4. Starfsfólk og fólk sem sinnir trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skrifar undir siðareglur -Setja siðareglur inn í samninga við starfsfólk og þjálfara KSÍ. Öll sem sinna einhverjum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ skulu skrifa undir siðareglur þegar þau hefja störf. Einnig skulu þau sem þegar sinna slíkum störfum skrifa undir siðareglur.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira