Ætlaði að hætta eftir leikinn gegn Englandi: „Fór að hágrenja í klefanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Hannes Þór Halldórsson lék sinn síðasta landsleik í september. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson ætlaði að hætta með landsliðinu síðasta haust. Hann ákvað hins vegar að reyna að hjálpa landsliðinu að komast á eitt stórmót í viðbót. Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018. HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Eftir leikinn gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september greindi Hannes frá því að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Hann ætlaði hins vegar að hætta í landsliðinu fyrir ári síðan, eftir að Ísland komst ekki á EM 2020. Mikið hefur gengið á í kringum íslenska landsliðið að undanförnu vegna ásakana um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna þess. Hannes hefði að sjálfsögðu kosið að hætta við aðrar aðstæður, en hann hefði hætt sama hvernig staðan hefði verið. „Auðvitað hefði ég viljað að þetta hefði verið öðruvísi. Ég held að allir séu sammála um það. Þetta er mjög leiðinlegt staða sem er komin upp og vond. Ef maður hefði teiknað það upp hefði það verið allt annað. En þessi staða er komin upp og var komin upp þarna og ég gat engu breytt um það,“ sagði Hannes. „Þannig að mér fannst minn tími vera kominn með landsliðinu og ég held að það hefði gerst hvort sem allt hefði verið frábært eða eins og þetta var þarna.“ Hannes var nánast búinn að ákveða í landsliðinu síðasta haust. Hann beygði nánast af í viðtali eftir leikinn gegn Englandi á Wembley í Þjóðadeildinni sem honum fannst líklegt að yrði hans síðasti landsleikur. „Ég var næstum því búinn að taka þá ákvörðun að hætta eftir að duttum út á móti Ungverjum í umspilinu á hræðilegan hátt. Svo spiluðum við tvo leiki í viðbót. Ég kom inn á móti Englendingum og spilaði þar minn 74. landsleik sem þýddi að ég jafnaði landsleikjamet Birkis Kristinssonar, vinar míns. Ég hafði horft á það sem markmið lengi og gat alveg sætt mig við að það væri fínt enda fór ég að grenja eftir viðtalið og hélt að þetta væri búið. Ég fór aðeins að gráta í þessu viðtali og fór svo að hágrenja inni í klefanum eftir leik. Ég réði ekki við mig,“ sagði Hannes en umrætt viðtal má sjá hér fyrir neðan. Hann ákvað hins vegar að taka enn einn slaginn með landsliðinu eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM enda möguleikarnir á að komast á þriðja stórmótið góðir. „Maður sá að þetta var riðill þar sem við áttum að taka 2. sætið í. Það voru allir enn með. Þjálfararnir heyrðu í mér og ég ætlaði ekki að sitja heima ef við myndum ná 2. sætinu og komast á HM. Ég ákvað að taka slaginn. Svo þróuðust málin eins og þau þróuðust, bæði innan vallar og utan,“ sagði Hannes. „Miðað við allt fannst mér kominn tími á þetta, á mig. Mér fannst neistinn ekki vera eins mikill og svo eigum við frábæra markverði sem er kominn tími á. Það er óþarfi að hafa mig að þvælast fyrir þeim.“ Hannes lék 77 landsleiki og er leikjahæsti markvörður í sögu íslenska landsliðsins. Hann lék alla leiki Íslands á EM 2016 og HM 2018.
HM 2022 í Katar Einkalífið Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira