„Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru viðbrögðin eftir bardaga karla og kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 09:31 Konurnar áttu aldrei möguleika í bardaganum og það er alltaf mikil slysahætta þegar styrktarmunurinn er svona mikill. Skjámynd Bardagar á milli karls og konu enduðu báðir með að konurnar töpuðu illa og það hefur kallað á heitar umræður um uppátækið. Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF. MMA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Sjá meira
Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF.
MMA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Njarðvík - Valur | Toppsætið undir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Sjá meira