Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 12:03 Viðar telur að starfsfólk Eflingar hafi svipt Sóveigu Önnu ærunni opinberlega. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika." Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32
Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22