„Þetta var erfiður leikur. Ég veit að þegar við spilum í Bergamo er það alltaf erfitt. En við höfðum trú á verkefninu allan tíman og ég er gríðarlega ánægður,“ sagði Ronaldi í leikslok.
„Við gefumst aldrei upp, við trúum allan tíman og þetta eru góð úrslit fyrir okkur. Byrjunin var erfið og við vissum að Atalanta myndi pressa mikið. Þeir eru með frábæran þjálfara. Þegar ég spilaði með Juventus var alltaf erfitt að spila á móti þeim.“
„Við vorum heppnir, en svona er fótboltinn.“
Þrátt fyrir úrslitin í kvöld, og góð úrslit í seinustu leikjum, segir Ronaldo að liðið þurfi að bæta.
„Við þurfum enn að bæta okkur. Við erum með aðra leikmenn, annað kerfi. Við þurfum að aðlagast hver öðrum, en það mun taka tíma. Við höfum tíma til að bæta okkur og verða betri,“ sagði Portúgalinn að lokum.