Juventus og Bayern tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2021 22:21 Bayern München tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images Alls fóru fram átta leikir í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld. Stórveldin Juventus og Bayern München eru örugg áfram í 16-liða úrslit eftir leiki kvöldsins. Robert Lewandowski og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 er liðið tók á móti Benfica í kvöld, áður en Morato minnkaði muninn á 38. mínútu. Lewandowski fékk svo tækifæri til að auka forystuna á ný af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en honum brást bogalistin. Leroy Sane skoraði þriðja mark Bayern á 49. mínútu áður en Lewandowski bætti upp fyrir vítaklúðrið rúmum tíu mínútum síðar. Darwin Nunez minnkaði muninn í 4-2 á 74. mínútu, en margumræddur Robert Lewandowski tryggði heimamönnum 5-2 sigur er hann fullkomnaði þrennu sína rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Round of 16, here we come 🥳♦️ #FCBSLB 5-2 ♦️ pic.twitter.com/UFQMbAwRGr— FC Bayern English (@FCBayernEN) November 2, 2021 Paulo Dybala kom Juventus í 1-0 forystu gegn Zenit frá Pétursborg strax á 11. mínútu er liðin mættust í H-riðli. Leonardo Bonucci varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Dybala bætti sínu öðru marki við af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Federico Chiesa kom Juventus í 3-1 á 73. mínútu. Alvaro Morata bætti fjórða marki Juventus við stuttu fyrir leikslok, en Sardar Azmoun klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 og Juventus er því á leið í 16-liða úrslit. FT | ⌛ | ROUND OF 16 𝗤 𝗨 𝗔 𝗟 𝗜 𝗙 𝗜 𝗘 𝗗! ✅⚪⚫#JuveZenit #ForzaJuve #JuveUCL pic.twitter.com/LQsGGxCdK8— JuventusFC (@juventusfcen) November 2, 2021 Öll úrslit kvöldsins E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Robert Lewandowski og Serge Gnabry komu Bayern í 2-0 er liðið tók á móti Benfica í kvöld, áður en Morato minnkaði muninn á 38. mínútu. Lewandowski fékk svo tækifæri til að auka forystuna á ný af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en honum brást bogalistin. Leroy Sane skoraði þriðja mark Bayern á 49. mínútu áður en Lewandowski bætti upp fyrir vítaklúðrið rúmum tíu mínútum síðar. Darwin Nunez minnkaði muninn í 4-2 á 74. mínútu, en margumræddur Robert Lewandowski tryggði heimamönnum 5-2 sigur er hann fullkomnaði þrennu sína rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Round of 16, here we come 🥳♦️ #FCBSLB 5-2 ♦️ pic.twitter.com/UFQMbAwRGr— FC Bayern English (@FCBayernEN) November 2, 2021 Paulo Dybala kom Juventus í 1-0 forystu gegn Zenit frá Pétursborg strax á 11. mínútu er liðin mættust í H-riðli. Leonardo Bonucci varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 26. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Dybala bætti sínu öðru marki við af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Federico Chiesa kom Juventus í 3-1 á 73. mínútu. Alvaro Morata bætti fjórða marki Juventus við stuttu fyrir leikslok, en Sardar Azmoun klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma. Lokatölur 4-2 og Juventus er því á leið í 16-liða úrslit. FT | ⌛ | ROUND OF 16 𝗤 𝗨 𝗔 𝗟 𝗜 𝗙 𝗜 𝗘 𝗗! ✅⚪⚫#JuveZenit #ForzaJuve #JuveUCL pic.twitter.com/LQsGGxCdK8— JuventusFC (@juventusfcen) November 2, 2021 Öll úrslit kvöldsins E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit
E-riðill Bayern München 5-2 Benfica Dynamo Kiev 0-1 Barcelona F-riðill Atalanta 2-2 Manchester United Villareal 2-0 Young Boys G-riðill Wolfsburg 2-1 Salzburg Sevilla 1-2 Lille H-riðill Malmö 0-1 Chelsea Juventus 4-2 Zenit
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira