Segir að auðveldlega hefði mátt leysa vandann hjá Eflingu Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. nóvember 2021 11:25 Vilhjálmur ásamt Sólveigu Önnu á fundi hjá ríkissáttasemjara. Þennan dag var stutt í brosið hjá þeim báðum. vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist eins og fleiri vera sleginn vegna afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formanns Eflingar og uppsagnar Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra. Vilhjálmur var mættur á formannafund hjá Starfsgreinasambandinu í morgun, ólíkt Sólveigu Önnu og Viðari. Varaformaður og varaframkvæmdastjóri Eflingar mættu fyrir hönd félagsins þar sem næstu skref í kjaramálum verða rædd fram eftir degi. Vilhjálmur segir eftirsjá af Sólveigu Önnu. „Já, ég held að það þurfi ekkert að fara í grafgötur með það. Sólveig hefur komið inn með mikinn stormsveip. Ég held að Lífskjarasamningurinn sem við gengum frá síðast sýni svo ekki verði um villst að hennar barátta þar ýtti undir það að okkur tókst að landa góðum kjarasamningi handa þeim sem höllustum fæti standa.“ Vilhjálmur segir tímann þurfa að leiða í ljós hvað gerist næst. Nú hefjist undirbúningur í að móta kröfugerðir og vonandi hafi vistaskiptin eins lítil áhrif og kostur sé. Aðspurður segir hann þau Sólveigu alls ekki alltaf hafa verið sammála. „Ég held að við Sólveig vitum það. Við höfum oft tekist á um leiðir og annað slíkt, erum stundum sammála um að vera ósammála. En það skiptir máli þegar á hólminn er komið að fólk standi saman og vinni saman. Því það er alveg ljóst að með samstöðunni einni saman náum við að bæta kjör okkar félagsmanna.“ Segist sjálfur hafa hlaupið á sig með afsögn Málið hjá Eflingu sé innanhússmál, sem leysa þurfi innan frá. „Í mínum huga hefði verið auðvelt að leysa þetta mál. Með því að setjast niður, fá óháðan aðila til að greina stöðuna og komast svo að sameiginlegri niðurstöðu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður hvort Sólveig hafi hlaupið á sig með ákvörðun sína segir Vilhjálmur: „Sá sem hér stendur getur vart talað um það. Ég sagði af mér sem fyrsti varaforseti Alþýðusambandsins og í því tilfelli var ég of fljótur á mér.“ Vilhjálmur segist hafa rætt við Viðar í morgun. Þau samskipti hafi verið góð sem fyrr. „Auðvitað er þetta mikið högg, líka fyrir þau. Við ræddum bara stöðuna, meðal annars hvað væri fram undan og svo framvegis. Þetta er bara í höndum þeirra og ákvörðun þeirra. Eins og staðan er í dag virði ég hana.“ Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar – Iðju minnir á að Sólveig Anna Jónsdóttir sé enn þá varaformaður Starfsgreinasambandsins. Hún hafi ekki sagt af sér því embætti. „Þetta er náttúrulega innanhússmál hjá Eflingu en auvðitað vont þegar svona gerist. Auðvitað er missir af Sólveigu,“ segir Björn. Framhaldið verði að koma í ljós. „Maður er ekki enn þá búinn að átta sig á því hvað hefur þarna gerst. Það verður bara að koma í ljós.“ Hann minnir á að ár sé þar til samningar renni út. Rætt verði um næstu skref í þeim efnum á fundinum í dag. „Við erum að skoða stöðuna, hvernig hún er í dag. Og leggja línurnar hvernig félögin munu undirbúa sig í kröfugerðum. Hvenær Starfsgreinasambandið verður tilbúið. Við gerum þetta alltaf til að setja félögin svolítið í gang. Hvað verður með framtíðina verður að koma í ljós.“ Hann segist ekki hafa hugmynd um hvort hún geri það en hann hafi ekki heyrt í henni. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður. 2. nóvember 2021 10:53 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Vilhjálmur var mættur á formannafund hjá Starfsgreinasambandinu í morgun, ólíkt Sólveigu Önnu og Viðari. Varaformaður og varaframkvæmdastjóri Eflingar mættu fyrir hönd félagsins þar sem næstu skref í kjaramálum verða rædd fram eftir degi. Vilhjálmur segir eftirsjá af Sólveigu Önnu. „Já, ég held að það þurfi ekkert að fara í grafgötur með það. Sólveig hefur komið inn með mikinn stormsveip. Ég held að Lífskjarasamningurinn sem við gengum frá síðast sýni svo ekki verði um villst að hennar barátta þar ýtti undir það að okkur tókst að landa góðum kjarasamningi handa þeim sem höllustum fæti standa.“ Vilhjálmur segir tímann þurfa að leiða í ljós hvað gerist næst. Nú hefjist undirbúningur í að móta kröfugerðir og vonandi hafi vistaskiptin eins lítil áhrif og kostur sé. Aðspurður segir hann þau Sólveigu alls ekki alltaf hafa verið sammála. „Ég held að við Sólveig vitum það. Við höfum oft tekist á um leiðir og annað slíkt, erum stundum sammála um að vera ósammála. En það skiptir máli þegar á hólminn er komið að fólk standi saman og vinni saman. Því það er alveg ljóst að með samstöðunni einni saman náum við að bæta kjör okkar félagsmanna.“ Segist sjálfur hafa hlaupið á sig með afsögn Málið hjá Eflingu sé innanhússmál, sem leysa þurfi innan frá. „Í mínum huga hefði verið auðvelt að leysa þetta mál. Með því að setjast niður, fá óháðan aðila til að greina stöðuna og komast svo að sameiginlegri niðurstöðu,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður hvort Sólveig hafi hlaupið á sig með ákvörðun sína segir Vilhjálmur: „Sá sem hér stendur getur vart talað um það. Ég sagði af mér sem fyrsti varaforseti Alþýðusambandsins og í því tilfelli var ég of fljótur á mér.“ Vilhjálmur segist hafa rætt við Viðar í morgun. Þau samskipti hafi verið góð sem fyrr. „Auðvitað er þetta mikið högg, líka fyrir þau. Við ræddum bara stöðuna, meðal annars hvað væri fram undan og svo framvegis. Þetta er bara í höndum þeirra og ákvörðun þeirra. Eins og staðan er í dag virði ég hana.“ Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar – Iðju minnir á að Sólveig Anna Jónsdóttir sé enn þá varaformaður Starfsgreinasambandsins. Hún hafi ekki sagt af sér því embætti. „Þetta er náttúrulega innanhússmál hjá Eflingu en auvðitað vont þegar svona gerist. Auðvitað er missir af Sólveigu,“ segir Björn. Framhaldið verði að koma í ljós. „Maður er ekki enn þá búinn að átta sig á því hvað hefur þarna gerst. Það verður bara að koma í ljós.“ Hann minnir á að ár sé þar til samningar renni út. Rætt verði um næstu skref í þeim efnum á fundinum í dag. „Við erum að skoða stöðuna, hvernig hún er í dag. Og leggja línurnar hvernig félögin munu undirbúa sig í kröfugerðum. Hvenær Starfsgreinasambandið verður tilbúið. Við gerum þetta alltaf til að setja félögin svolítið í gang. Hvað verður með framtíðina verður að koma í ljós.“ Hann segist ekki hafa hugmynd um hvort hún geri það en hann hafi ekki heyrt í henni.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður. 2. nóvember 2021 10:53 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður. 2. nóvember 2021 10:53