Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 21:47 Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk á skrifstofu Eflingar hafa vitað af ofbeldishótunum starfsmanns í sinn garð en þagað um þær. Vísir/Vilhelm Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. Sólveig Anna hefur ekki látið fjölmiðla ná í sig í dag eftir að hún tilkynnti skyndilega um afsögn sína í Facebook-færslu í gærkvöldi. Hún vísaði til þess að starfsfólk á skrifstofu hefði lýst yfir vantrausti á hana með ályktun í sumar þar sem það gerði athugasemdir við stjórnarhætti hennar. Starfsfólk Eflingar hefur heldur ekki viljað ræða við fjölmiðla undir nafni í dag. Vísir hafði þó eftir ónafngreindum starfsmanni þar að starfsfólk væri óánægt með að Sólveig Anna hefði gefið út „skotleyfi“ á það með yfirlýsingu sinni í gær. Sólveig Anna bregst við þeim ummælum í langri Facebook-færslu sem hún birti nú á tíunda tímanum. Þar segir hún að henni hafi verið greint frá orðum karlkyns starfsmanns á skrifstofu Eflingar sem hafi lýst því við annan starfsmann um að hann væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni skaða „sem var ekki lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi“. Henni hafi verið sagt frá þessu á fundi fyrir ríflega tveimur vikum. „Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við. Það sannaði að honum væri alvara og að hann væri fær um að fremja glæp. Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð,“ skrifar Sólveig Anna sem kannast ekki við að hafa gert nokkuð á hlut mannsins. Náinn fyrrum stjórnendum Sólveig Anna nafngreinir manninn ekki í færslu sinni en segir að sér skiljist að hann sé óánægður með að annar starfsmaður hafi fengið stöðuhækkun sem hann hafi talið sig eiga rétt á. Þá sé „alvitað“ að maðurinn sé náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar sem hafi farið með lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn sér. „Þetta dæmi, sem er staðfest með skriflegum vitnisburði sem liggur inni hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar, er aðeins eitt af mörgum um það ofstæki og þá heift sem þótt hefur eðlilegt að ég sitji undir af hálfu starfsfólks Eflingar frá þeim degi sem ég var kosin sem formaður Eflingar.“ Gefur Sólveig Anna í skyn að hún hafi tilkynnt lögreglu um orðfæri mannsins og að starfsmenn á skrifstofunni hafi vitað af því og rætt það sín á milli. „Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.“ Fullyrðir hún að trúnaðarmaður sem hafi gengið harðast fram í „glórulausum ásökunum gegn mér“ hafi haft vitneskju um það sem hún kallar „hótanir“ mannsins. Standi hjá meðan hún sé beitt ofbeldi Endurtekur Sólveig Anna svo fyrri lýsingar sínar á starfsmannafundi á föstudag þar sem hún gerði starfsfólki að velja á milli þessa að draga ályktun sína frá því í sumar til baka eða að hún segði af sér sem formaður. „Ég hef tekið mína ákvörðun og við hana stend ég. Ég er ekki hlaupast undan merkjum. Ég er einungis að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum hverjar takmarkanir mínar sem manneskju eru, þegar fólk sem ég þarf að geta treyst hefur lýst sig reiðubúið að svipta mig ærunni opinberlega en stendur þögult hjá á meðan ég er sjálf beitt ofbeldi fyrir framan augun á þeim,“ skrifar Sólveig Anna. Ólga innan Eflingar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Sólveig Anna hefur ekki látið fjölmiðla ná í sig í dag eftir að hún tilkynnti skyndilega um afsögn sína í Facebook-færslu í gærkvöldi. Hún vísaði til þess að starfsfólk á skrifstofu hefði lýst yfir vantrausti á hana með ályktun í sumar þar sem það gerði athugasemdir við stjórnarhætti hennar. Starfsfólk Eflingar hefur heldur ekki viljað ræða við fjölmiðla undir nafni í dag. Vísir hafði þó eftir ónafngreindum starfsmanni þar að starfsfólk væri óánægt með að Sólveig Anna hefði gefið út „skotleyfi“ á það með yfirlýsingu sinni í gær. Sólveig Anna bregst við þeim ummælum í langri Facebook-færslu sem hún birti nú á tíunda tímanum. Þar segir hún að henni hafi verið greint frá orðum karlkyns starfsmanns á skrifstofu Eflingar sem hafi lýst því við annan starfsmann um að hann væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni skaða „sem var ekki lýst nánar en voru augljóslega einhvers konar ofbeldi“. Henni hafi verið sagt frá þessu á fundi fyrir ríflega tveimur vikum. „Hann lét fylgja sögunni, þegar hann lýsti ofbeldishótunum sínum gegn mér, að hann hefði í tvö ár rispað bíl manns sem honum var illa við. Það sannaði að honum væri alvara og að hann væri fær um að fremja glæp. Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð,“ skrifar Sólveig Anna sem kannast ekki við að hafa gert nokkuð á hlut mannsins. Náinn fyrrum stjórnendum Sólveig Anna nafngreinir manninn ekki í færslu sinni en segir að sér skiljist að hann sé óánægður með að annar starfsmaður hafi fengið stöðuhækkun sem hann hafi talið sig eiga rétt á. Þá sé „alvitað“ að maðurinn sé náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar sem hafi farið með lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn sér. „Þetta dæmi, sem er staðfest með skriflegum vitnisburði sem liggur inni hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar, er aðeins eitt af mörgum um það ofstæki og þá heift sem þótt hefur eðlilegt að ég sitji undir af hálfu starfsfólks Eflingar frá þeim degi sem ég var kosin sem formaður Eflingar.“ Gefur Sólveig Anna í skyn að hún hafi tilkynnt lögreglu um orðfæri mannsins og að starfsmenn á skrifstofunni hafi vitað af því og rætt það sín á milli. „Þeir munu eflaust ekki kannast lengur við neitt.“ Fullyrðir hún að trúnaðarmaður sem hafi gengið harðast fram í „glórulausum ásökunum gegn mér“ hafi haft vitneskju um það sem hún kallar „hótanir“ mannsins. Standi hjá meðan hún sé beitt ofbeldi Endurtekur Sólveig Anna svo fyrri lýsingar sínar á starfsmannafundi á föstudag þar sem hún gerði starfsfólki að velja á milli þessa að draga ályktun sína frá því í sumar til baka eða að hún segði af sér sem formaður. „Ég hef tekið mína ákvörðun og við hana stend ég. Ég er ekki hlaupast undan merkjum. Ég er einungis að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum hverjar takmarkanir mínar sem manneskju eru, þegar fólk sem ég þarf að geta treyst hefur lýst sig reiðubúið að svipta mig ærunni opinberlega en stendur þögult hjá á meðan ég er sjálf beitt ofbeldi fyrir framan augun á þeim,“ skrifar Sólveig Anna.
Ólga innan Eflingar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira