Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 19:10 Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu. Vísir/Egill Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. „Hennar ábyrgð er ekki minni heldur en hinna. Og ef það verður svo þá er ekkert annað í stöðunni en að trúnaðarráð komi saman og kalli eftir nýjum kosningum í stéttarfélagið,“ segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hafa Sólveig Anna Jónsdóttir sagt af sér sem formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson sagt upp sem framkvæmdastjóri. Upphafið má rekja til kröfu Guðmundar um að fá afhenta ályktun starfsfólks þar sem Sólveig Anna er borin þungum sökum, meðal annars kjarasamningsbrot. Guðmundur segir að Sólveig hafi stillt fólki upp við vegg þegar hún boðaði það á fund og fór fram á að ásakanirnar yrðu dregnar til baka – ella myndi hún segja af sér. „Það er óþolandi að stilla starfsfólki svona upp eins og gert var á þessum starfsmannafundi,“ segir Guðmundur, og bætir við að mikil ólga hafi ríkt á fundinum. „Það var mikil geðshræring á þessum fundi, eins skiljanlegt og það nú er. Ég var ekki vinsælasti maðurinn þarna á svæðinu og það kom frá að minnsta kosti tveimur stjórnarmönnum að ég ætti að segja af mér fyrir trúnaðarbrot,“ segir hann, en Guðmundur greindi frá því á RÚV fyrir helgi að stjórnin hefði neitað að afhenda honum ályktunina. „Ég var eingöngu að fara eftir því sem mér ber skylda til sem réttkjörins stjórnarmanns í Eflingu. Ég á að rækja skyldur mínar, fylgjast með því sem gerist þarna og þarna var verið að halda að mér upplýsingum.“ Sjálfur segist hann ekki ætla að segja af sér, enda sé hann með umboð kjósenda stéttarfélagsins til að starfa innan stjórnarinnar. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
„Hennar ábyrgð er ekki minni heldur en hinna. Og ef það verður svo þá er ekkert annað í stöðunni en að trúnaðarráð komi saman og kalli eftir nýjum kosningum í stéttarfélagið,“ segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hafa Sólveig Anna Jónsdóttir sagt af sér sem formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson sagt upp sem framkvæmdastjóri. Upphafið má rekja til kröfu Guðmundar um að fá afhenta ályktun starfsfólks þar sem Sólveig Anna er borin þungum sökum, meðal annars kjarasamningsbrot. Guðmundur segir að Sólveig hafi stillt fólki upp við vegg þegar hún boðaði það á fund og fór fram á að ásakanirnar yrðu dregnar til baka – ella myndi hún segja af sér. „Það er óþolandi að stilla starfsfólki svona upp eins og gert var á þessum starfsmannafundi,“ segir Guðmundur, og bætir við að mikil ólga hafi ríkt á fundinum. „Það var mikil geðshræring á þessum fundi, eins skiljanlegt og það nú er. Ég var ekki vinsælasti maðurinn þarna á svæðinu og það kom frá að minnsta kosti tveimur stjórnarmönnum að ég ætti að segja af mér fyrir trúnaðarbrot,“ segir hann, en Guðmundur greindi frá því á RÚV fyrir helgi að stjórnin hefði neitað að afhenda honum ályktunina. „Ég var eingöngu að fara eftir því sem mér ber skylda til sem réttkjörins stjórnarmanns í Eflingu. Ég á að rækja skyldur mínar, fylgjast með því sem gerist þarna og þarna var verið að halda að mér upplýsingum.“ Sjálfur segist hann ekki ætla að segja af sér, enda sé hann með umboð kjósenda stéttarfélagsins til að starfa innan stjórnarinnar.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31
Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54