Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2021 16:31 Viðar ásamt Sólveigu Önnu á einum af fjölmörgum fundum Eflingar með Samtökum atvinnulífsins. vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. Viðar hefur verið áberandi sem framkvæmdastjóri Eflingar undir forystu Sólveigar Önnu. Hann ákvað að segja upp störfum í framhaldi af því að Sólveig Anna sagði af sér sökum vantrausts. Viðar hefur ekkert tjáð sig um brotthvarf þeirra en gerir verkalýðsmál þó að umfjölluarefni í færslu á Facebook. „Ég hef lengi haft áhuga á sögu verkalýðsbaráttunnar í Appalachia-fjöllum Bandaríkjanna. Upphafið að því var þegar ég sá myndina Harlan County, USA með dásamlegri tónlist eftir Hazel Dickens. Lögin hennar eru algjörlega kyngimagnaðir baráttusöngvar.“ Síðar hafi hann ekið ásamt eiginkonu sinni og ungum syni í gegnum hluta af þessu svæði, austurhéruðum Kentucky, sem séu eitt fátækasta svæði Bandaríkjanna. „Það var bæði sárt og ógleymanlegt að sjá hvernig kapítalisminn hefur skilið eftir samfélagslegt eyðiland, þar sem fólk hefur að nánast engu að hverfa nema vinnu fyrir smánarlaun, atvinnuleysi og ópíóða-neyslu.“ Leigumorðingjar myrtu keppinautinn Viðar nefnir sérstaklega lagið Yablonski Murder sem Hazel söng í Harlan County. Rekur hann söguna sem sögð er í laginu. „Texti lagsins er um það þegar Tony Boyle, sitjandi formaður þess sem var þá eitt öflugasta verkalýðsfélag Bandaríkjanna, United Mine Workers, lét leigumorðingja fara heim til keppniautar síns Jock Yablonski og myrða hann, konu hans og dóttur í köldu blóði. Þetta var á nýársdag árið 1969. Boyle var svo dæmdur í fangelsi og sat þar til dauðadags.“ Viðar segir Yablonski aðeins hafa unnið það sér inn ofstækisfulla og blinda heift sitjandi formanns í námufélaginu með því að gagnrýna taumlausa spillingu og dugleysi innan félagsins. „Hann hafði áunnið sér virðingu og stuðning félagsmanna. Yablonski hafði tilkynnt um framboð til formanns í United Mine Workers og kosningar stóðu fyrir dyrum. Yablonski ætlaði að reyna að steypa Tony Boyle úr formannsstólinum. Hann fékk aldrei tækifæri til þess.“ Eitt af mörgu ótrúlegu við morðið á Yablonski sé að þar hafi ekki verið að verki útsendarar forstjóranna heldur keppinautar hans innan stéttarfélagsins. Meiri grimmd innan félags en hjá ofbeldismönnum „Það er sérstaklega ótrúlegt vegna þess að á þessum árum lifðu margir verkalýðsleiðtogar í ótta við „company thugs“, ofbeldismenn forstjóranna, en þeir voru ekkert í samanburði við grimmdina innan félagsins sjálfs.“ Sem fer sé þó ekki svo að þau sem haldi uppi gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi eða styggi sitjandi klíkur séu myrt í köldu blóði sínu. Engu að síður tali texti úr lagi Hazel Dickens til hans. Well it’s cold blooded murder friends, I’m talking about Now who’s gonna stand up and who’s gonna fight? You better clean up that union, put it on solid ground Get rid of that dirty trash, that keeps a working man down Á íslensku mætti þýða textann svona: Þetta er kaldrifjað morð vinir mínir. Hver ætlar að láta í sér heyra? Hverjir ætla að berjast? Það þarf að taka til í verkalýðsfélaginu, styrkja stoðir þess. Fara út með ruslið, sem heldur hinum vinnandi manni niðri. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Viðar hefur verið áberandi sem framkvæmdastjóri Eflingar undir forystu Sólveigar Önnu. Hann ákvað að segja upp störfum í framhaldi af því að Sólveig Anna sagði af sér sökum vantrausts. Viðar hefur ekkert tjáð sig um brotthvarf þeirra en gerir verkalýðsmál þó að umfjölluarefni í færslu á Facebook. „Ég hef lengi haft áhuga á sögu verkalýðsbaráttunnar í Appalachia-fjöllum Bandaríkjanna. Upphafið að því var þegar ég sá myndina Harlan County, USA með dásamlegri tónlist eftir Hazel Dickens. Lögin hennar eru algjörlega kyngimagnaðir baráttusöngvar.“ Síðar hafi hann ekið ásamt eiginkonu sinni og ungum syni í gegnum hluta af þessu svæði, austurhéruðum Kentucky, sem séu eitt fátækasta svæði Bandaríkjanna. „Það var bæði sárt og ógleymanlegt að sjá hvernig kapítalisminn hefur skilið eftir samfélagslegt eyðiland, þar sem fólk hefur að nánast engu að hverfa nema vinnu fyrir smánarlaun, atvinnuleysi og ópíóða-neyslu.“ Leigumorðingjar myrtu keppinautinn Viðar nefnir sérstaklega lagið Yablonski Murder sem Hazel söng í Harlan County. Rekur hann söguna sem sögð er í laginu. „Texti lagsins er um það þegar Tony Boyle, sitjandi formaður þess sem var þá eitt öflugasta verkalýðsfélag Bandaríkjanna, United Mine Workers, lét leigumorðingja fara heim til keppniautar síns Jock Yablonski og myrða hann, konu hans og dóttur í köldu blóði. Þetta var á nýársdag árið 1969. Boyle var svo dæmdur í fangelsi og sat þar til dauðadags.“ Viðar segir Yablonski aðeins hafa unnið það sér inn ofstækisfulla og blinda heift sitjandi formanns í námufélaginu með því að gagnrýna taumlausa spillingu og dugleysi innan félagsins. „Hann hafði áunnið sér virðingu og stuðning félagsmanna. Yablonski hafði tilkynnt um framboð til formanns í United Mine Workers og kosningar stóðu fyrir dyrum. Yablonski ætlaði að reyna að steypa Tony Boyle úr formannsstólinum. Hann fékk aldrei tækifæri til þess.“ Eitt af mörgu ótrúlegu við morðið á Yablonski sé að þar hafi ekki verið að verki útsendarar forstjóranna heldur keppinautar hans innan stéttarfélagsins. Meiri grimmd innan félags en hjá ofbeldismönnum „Það er sérstaklega ótrúlegt vegna þess að á þessum árum lifðu margir verkalýðsleiðtogar í ótta við „company thugs“, ofbeldismenn forstjóranna, en þeir voru ekkert í samanburði við grimmdina innan félagsins sjálfs.“ Sem fer sé þó ekki svo að þau sem haldi uppi gagnrýni innan verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi eða styggi sitjandi klíkur séu myrt í köldu blóði sínu. Engu að síður tali texti úr lagi Hazel Dickens til hans. Well it’s cold blooded murder friends, I’m talking about Now who’s gonna stand up and who’s gonna fight? You better clean up that union, put it on solid ground Get rid of that dirty trash, that keeps a working man down Á íslensku mætti þýða textann svona: Þetta er kaldrifjað morð vinir mínir. Hver ætlar að láta í sér heyra? Hverjir ætla að berjast? Það þarf að taka til í verkalýðsfélaginu, styrkja stoðir þess. Fara út með ruslið, sem heldur hinum vinnandi manni niðri.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54