Aron Elís bestur í sínu liði en dugar það til að komast í landsliðið? Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 13:00 Aron Elís Þrándarson fagnar samherja sínum í OB eftir mark gegn Vejle. Getty/Lars Ronbog Knattspyrnumaðurinn Aron Elís Þrándarson hefur verið útnefndur besti leikmaður októbermánaðar hjá danska félaginu OB. Hann vonast að sjálfsögðu eftir því að góð frammistaða skili honum landsliðssæti. Aron Elís verður heiðraður í kvöld fyrir mikilvægan leik OB gegn AGF en liðin eru á svipuðu róli um miðja dönsku úrvalsdeildina nú þegar 14. umferð er að klárast. Aron Elís var á miðjunni hjá OB í þremur deildarleikjum í mánuðinum og kom svo liðinu til bjargar í bikarleik gegn Nordsjælland í síðustu viku. Hann skoraði þá jöfnunarmark á 89. mínútu sem kom OB í framlengingu þar sem liðið vann að lokum 4-1 sigur. „Vill alltaf vera valinn í landsliðið“ Í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á X-inu 977 var Aron spurður út í það að hafa ekki verið valinn í síðasta landsliðshóp í október, þrátt fyrir mikil forföll: „Maður vill alltaf vera valinn í landsliðið en það var ekkert of mikið svekkelsi. Ef ég held áfram að standa mig með OB í langan tíma þá kannski fær maður kallið,“ sagði Aron. En bjóst hann við því að vera valinn síðast? „Ég segi ekki að ég hafi verið búist við því en það er alltaf von þegar maður er að standa sig vel. Maður veit ekki hvað gerist. Ef maður er ekki að vonast eftir því að vera valinn í landsliðið þá getur maður sleppt því að vera í þessu,“ sagði Aron. Hann á að baki 6 A-landsleik og lék síðast með íslenska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Mexíkó í lok maí en hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna í leikjunum í september og október. Nýr landsliðshópur verður valinn síðar í þessari viku vegna leikja við Rúmeníu og Norður-Makedóníu 11. og 14. nóvember. Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Aron Elís verður heiðraður í kvöld fyrir mikilvægan leik OB gegn AGF en liðin eru á svipuðu róli um miðja dönsku úrvalsdeildina nú þegar 14. umferð er að klárast. Aron Elís var á miðjunni hjá OB í þremur deildarleikjum í mánuðinum og kom svo liðinu til bjargar í bikarleik gegn Nordsjælland í síðustu viku. Hann skoraði þá jöfnunarmark á 89. mínútu sem kom OB í framlengingu þar sem liðið vann að lokum 4-1 sigur. „Vill alltaf vera valinn í landsliðið“ Í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á X-inu 977 var Aron spurður út í það að hafa ekki verið valinn í síðasta landsliðshóp í október, þrátt fyrir mikil forföll: „Maður vill alltaf vera valinn í landsliðið en það var ekkert of mikið svekkelsi. Ef ég held áfram að standa mig með OB í langan tíma þá kannski fær maður kallið,“ sagði Aron. En bjóst hann við því að vera valinn síðast? „Ég segi ekki að ég hafi verið búist við því en það er alltaf von þegar maður er að standa sig vel. Maður veit ekki hvað gerist. Ef maður er ekki að vonast eftir því að vera valinn í landsliðið þá getur maður sleppt því að vera í þessu,“ sagði Aron. Hann á að baki 6 A-landsleik og lék síðast með íslenska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Mexíkó í lok maí en hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna í leikjunum í september og október. Nýr landsliðshópur verður valinn síðar í þessari viku vegna leikja við Rúmeníu og Norður-Makedóníu 11. og 14. nóvember.
Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira