Risi í HK, hinn íslenski Per Carlén og of skotglaður Framari Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 12:31 Róbert Gunnarsson var ánægður með frammistöðu Jóns Bjarna Ólafssonar gegn KA. Stöð 2 Sport Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert. Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira