Lífið

„Suma daga langar mig bara ekkert að vera fyndinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilhelm Neto hefur slegið í gegn með uppistandi sínu og einnig sem leikari. 
Vilhelm Neto hefur slegið í gegn með uppistandi sínu og einnig sem leikari. 

Fannar Sveinsson fór af stað með aðra seríu af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi og elti hann þar þrjá listamenn áður en þeir stigu á svið.

Fannar ræddi við þau Vilhelm Neto, Bríeti og Kötlu Margréti.

„Ég hef mjög gaman af því að leika grín og uppistand er mjög gaman en mér finnst það stundum taka pínulítið andlega á,“ segir Vilhelm Neto í þættinum í gærkvöldi.

„Það er svolítið erfitt og það eru sumir dagar þar sem mér líður ekki vel og þarf að gera uppistand. Þá er það svo erfitt því það er ekkert mál að líða illa og fara upp á svið og leika. En að fara á svið og gera uppistand og líða illa er dálítið annað dæmi. Ég er með þunglyndi og stundum að takast á við það í allskonar sveiflum. Suma daga langar mig bara ekkert að vera fyndinn og það er bara allt í lagi.“

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum frá því í gærkvöldi.

Klippa: Suma daga langar mig bara ekkert að vera fyndinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.