Slegist um nýjar íbúðarlóðir á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2021 13:32 Unnið við nýja íbúðargötu á Hellu, sem heitir Kjarralda Aðsend Hella er að verða einn vinsælasti staðurinn á Suðurlandi til að búa á því rúmlega eitt hundrað lóðarumsóknir bárust um sautján lóðir, sem var úthlutað í vikunni. Í nokkrum tilfellum vorum fjórtán umsóknir um sömu lóðina. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér víða stað á Suðurlandi eins og í Hveragerði, Ölfusi og í Árborg en nú virðist áhugi fólks vera að aukast að fara austar á svæðinu og byggja sér framtíðarheimili á Hellu og þar í kring. Byggðarráð Rangárþings ytra hafði allavega nóg að gera á fundi sínum í vikunni að draga úr umsóknum um nýjar byggingalóðir á Hellu. Ágúst Sigurðsson er sveitarstjóri sveitarfélagsins. „Það voru 101 lóðarumsókn, sem þykir mikið í okkar sveitarfélagi og allt að 14 umsóknir um hverja lóð, þannig að það var líf og fjör hjá okkur á fundinum. Þetta voru sem sagt 17 lóðir, sem við vorum að úthluta, þarf af 15 íbúðalóðir með 33 þremur íbúaeiningum og síðan tvær atvinnulóðir og þetta tókst ágætlega en við erum ekki vön því að draga svona mikið á milli umsækjenda, það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir Ágúst. Hér er verið að draga um lóðir á fundi byggðaráðs Rangárþing ytra í vikunni.Aðsend En hvernig skýrir Ágúst þennan mikla áhuga á lóðum á Hellu? „Bæði er íbúum að fjölga og menn sjá bara að það er ákjósanlegt að byggja hér hjá okkur. Hér seljast allar íbúðir sem settar eru á sölu og það vantar bara fleiri, það er einfaldlega þannig.“ Þannig að Hella er greinilega að sjá í gegn? „Já, Hella er náttúrulega bara að slá í gegn og þetta svæði hér. Þessi þróun er auðvitað bara að færast hingað austar. Menn þekkja að það hefur verið mjög mikil uppbygging í kringum Reykjavík á síðustu árum en nú er þetta bara að færast hérna austur og nú eru menn bara mættir á Hellu og vilja fá lóðir þannig að við erum á fullu við að skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi þannig að það sé hægt að anna þessari eftirspurn,“ segir Ágúst. En er ekki gaman að vera sveitarstjóri í svona vinsælu sveitarfélagi? „Jú, það er bara mjög gaman, sveitarstjórastarfið er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Ágúst kampakátur með vinsældir byggingalóða á Hellu en þar er slegist um nýjar íbúðalóðir þessa dagana. vikunni. Hella er „heitur“ staður á Suðurlandi um þessar mundir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Byggingariðnaður Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira