Viðvarandi óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. október 2021 18:15 Sveinn Zophaníasson er fyrrverandi eftirlitsmaður á Siglufjarðarvegi. Stöð 2/Óttar Viðvarandi óvissustigi hefur verið lýst yfir á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður segir aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Það var í byrjun mánaðar sem Vegagerðin ákvað í fyrsta skipti að lýsa yfir viðvarandi óvissustigi á veginum. Siglfirðingar hafa lengi kvartað undan ástandinu en vegurinn er helsta leið milli bæjarins og Reykjavíkur. Allur hluti vegarinns sem liggur um Almenninga er flokkaður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í bæinn. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slys Í viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar vegna hættu á veginum segir að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Hætta er á jarðsigi á löngum kafla á Siglufjarðarvegi.Vísir/Óttar Á árunum 2010 til 2016 urðu tvö slys á veginum á ári að meðaltali en það er 2,3 sinnum hærri tíðni en gerist að meðaltali á þjóðvegum landsins. Og á stuttum vegarkafla sem nær inn fyrir Strákagöng er slysatíðnin orðin tæplega þrisvar sinnum hærri og er sá kafli flokkaður með hættulegustu vegum landsins. Ástandið verður sérstaklega slæmt í miklum rigningum og í dag varaði Vegagerðin ökumenn við hættu á grjótskriðum. Norðurland: ATH Vegna mikillar úrkomu á Siglufjarðarvegi og þar i kring er hætta á grjótskriðum við Strákagöng og í Mánaskriðunum. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 29, 2021 Við hittum fyrrverandi eftirlitsmann á einum af verri köflum vegarins. „Það er þetta jarðsig sem að er hérna á bak við okkur. Þetta er stöðugt á ferðinni. Hér er þar sem vegurinn sígur einna mest af þessum svæðum hérna," segir Sveinn Zophaníasson. Farið er í daglega eftirlitsferð á svæðinu og sá Sveinn um þær lengi áður en hann hætti störfum og seldi fyrirtæki sitt „Ég myndi nú segja að síðustu 12 til 15 árin þá hefur maður séð breytingar. Kannski meiri en áður. Það er kannski fyrst og fremst tíðarfar. Og svo aukinn umferðarþungi,“ segir Sveinn. Hann telur veginn engan veginn ganga til lengdar enda sé allt svæðið á hreyfingu og mun stór hluti þess enda úti í sjó á næstu áratugum. Hann telur að grafa verði göng inn til Siglufjarðar eins og kallað hefur verið eftir. En er hætta á að stórslys verði á veginum og að hluti hans hreynlega hrynji niður í skriðu? „Eini staðurinn sem ég væri kannski svoldið smeykur við að það er þar sem að skýlið var, gamla. Þar er ekkert undirlendi, það er mjög bratt fram í sjó. Þannig að það er eini staðurinn sem maður gæti ímyndað sér að eitthvað gerðist snögglega,“ segir Sveinn Zophaníasson
Fjallabyggð Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Náttúruhamfarir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira