Innlent

78 greindust innan­lands í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu

78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent.

Þetta kemur fram á síðunni Covid.is. 873 eru nú í einangrun vegna Covid-19 og eru 1.696 nú í sóttkví.

Alls eru þrettán nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fjögur þeirra á gjörgæslu, einn í öndunarvél, að því er segir á vef Landspítalans. Allir þeir sem eru inniliggjandi eru fullorðnir og er meðalaldur þeirra 56 ár. Fimm eru óbólusettir. 

Þrjú smit komu upp á landamærunum í gær – tvö virk smit í fyrri landamæraskimun og þá niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilviki eins.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 260,7. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 22,4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×