Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 11:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru þrír á gjörgæslu Landspítalans með alvarlega öndunarörðugleika vegna veirunnar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að ef þróun faraldursins heldur áfram að versna sé ekki annað fært í stöðunni en að herða aðgerðir innanlands. Hann segist í dag ekki vera farinn að huga að minnisblaði til heilbrigðisráðherra en það geti þó breyst. Hvort hann muni senda ráðherra minnisblað fyrir helgi liggi ekki fyrir. Þórólfur segir að brýna eigi fyrir almenningi að gæta persónubundinna sóttvarna eins og er því ekki sé nægileg samstaða um hertar aðgerðir. Hann bendir þó á að reynslan sýni að það gangi ekki vel að ná bylgjum niður án þess að beita aðgerðum með reglugerð. „Við höfum alltaf þurft að grípa til aðgerða til að ná þessu niður og ég held að það séu engar aðrar töfralausnir í stöðunni. En auðvitað er ekki mikil stemning fyrir því núna. Það þurfa allir að leggjast á eitt að brýna fyrir fólki að gera það sem gera þarf til að reyna minnka líkur á smiti,“ segir Þórólfur. Að hans mati eigi ekki að þurfa samfélagslegar aðgerðir til að fá fólk til að huga að þessum hlutum en það sé í skoðun og þá sérstaklega með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. „Það ræðst af mörgum hlutum og það ræðst líka af því að fá samstöðu um að gera ákveðna hluti og ég held að það sé líka mjög mikilvægt að reyna að gera það. Það er líka ákall til almennings um að passa sig, þó lögin heimili fólki að safnast saman í stórum hópum og gera allskonar hluti þá held ég að allir ættu að líta eigin barm núna og takmarka það sem við getum, passa og okkur og gera það sem þarf. Ef fólk gerir það og okkur tekst að ná bylgjunni niður á þann veg þá er það mjög ákjósanlegt en við þurfum að beita okkur sjálf ákveðnum takmörkunum til að minnka líkurnar á smiti. Við eigum vonandi ekki þurfa að fá einhverjar reglugerðir og hömlur yfir okkur. En það hefur ekki gengið hingað til almennilega en ég held áfram að vona.“ Þannig að fyrirtæki og aðilar sem eru að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að hugsa málið alvarlega? „Það finnst mér. Mér finnst að menn eigi að hugsa það alvarlega og eigum öll að hugsa um það í okkar daglegu athöfnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Ekki liggur fyrir hve margir hinna smituðu voru í sóttkví við greiningu. 28. október 2021 10:13