Bróðir leikmanns Keflavíkur í byrjunarliði Liverpool í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 10:30 Harvey Blair í leiknum með Liverpool á móti Preston North End í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Getty/Naomi Baker Harvey Blair lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í gærkvöldi þegar Liverpool liðið sló Preston út úr enska deildabikarnum og komst áfram í átta liða úrslit. Þessi átján ára gamli strákur var í byrjunarliðinu og spilaði í þriggja manna framlínu ásamt þeim Takumi Minamino og Divock Origi. Minamino og Origi skoruðu mörkin í 2-0 sigri. Það vita það kannski ekki allir en Blair er með sterka Íslandstengingu. Eldri bróðir hans er Marley Blair, leikmaður Pepsi Max deildar liðs Keflavíkur. unbelievable experience to make my debut for @liverpoolfc and even better to get the win and progress into the next round pic.twitter.com/nrDTL4IZKc— HarveyBlair (@harveyblair77) October 27, 2021 Marley er 22 ára gamall og með samning við Keflavíkurliðið til ársins 2023. Marley sjálfur var í tvö ár með unglingaliðum Liverpool frá 2016 til 2018 en fór þaðan til Burnley. Í febrúar síðastliðnum samdi hann síðan við Keflavík. Marley spilaði tólf leiki með Keflavík í Pepsi Max deildinni en náði ekki að skora. Hann gaf stoðsendingu í síðasta leiknum sínum en fékk líka rautt spjald í leik á móti HK í 19. umferðinni. View this post on Instagram A post shared by MJB (@marleyblair) KSÍ skráir reyndar eitt mark á Marley en það mark var þó augljóst sjálfsmark varnarmanns Skagamanna í lokaumferðinni og er skráð sjálfsmark hjá öllum miðlum nema hjá dómara leiksins Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni á leikskýrslu. Marley var með bróður sínum þegar Harvey skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool fyrir ári síðan. Harvey Blair fékk að spila fyrstu 55 mínútur leiksins með Liverpool í gær en fór af velli fyrir jafnaldra sinn Conor Bradley í stöðunni 0-0. A bit on Harvey Blair - the Huddersfield-born Liverpool youngster making his professional debut for the Merseyside club at 18. #lfc https://t.co/kIU8XDUvn7— Ben McKenna (@benmckennaJPI) October 27, 2021 Blair hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö til viðbótar með átján ára liði Liverpool. Hann spilaði einnig með nítján ára liðinu á móti Atletico Madrid í Meistaradeild yngri liða. Blair var út á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið að spila með átján ára liði Liverpool með góðum árangri. Hann hefur einnig spilað sex leiki með 23 ára liðinu í vetur. Hann er því að fá tækifærin og aðeins spurning um hvort hann geti nýtt sér þau. Eldri bróðir hans gefur honum væntanlega góð ráð út frá því sem klikkaði hjá honum á sínum tíma. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Þessi átján ára gamli strákur var í byrjunarliðinu og spilaði í þriggja manna framlínu ásamt þeim Takumi Minamino og Divock Origi. Minamino og Origi skoruðu mörkin í 2-0 sigri. Það vita það kannski ekki allir en Blair er með sterka Íslandstengingu. Eldri bróðir hans er Marley Blair, leikmaður Pepsi Max deildar liðs Keflavíkur. unbelievable experience to make my debut for @liverpoolfc and even better to get the win and progress into the next round pic.twitter.com/nrDTL4IZKc— HarveyBlair (@harveyblair77) October 27, 2021 Marley er 22 ára gamall og með samning við Keflavíkurliðið til ársins 2023. Marley sjálfur var í tvö ár með unglingaliðum Liverpool frá 2016 til 2018 en fór þaðan til Burnley. Í febrúar síðastliðnum samdi hann síðan við Keflavík. Marley spilaði tólf leiki með Keflavík í Pepsi Max deildinni en náði ekki að skora. Hann gaf stoðsendingu í síðasta leiknum sínum en fékk líka rautt spjald í leik á móti HK í 19. umferðinni. View this post on Instagram A post shared by MJB (@marleyblair) KSÍ skráir reyndar eitt mark á Marley en það mark var þó augljóst sjálfsmark varnarmanns Skagamanna í lokaumferðinni og er skráð sjálfsmark hjá öllum miðlum nema hjá dómara leiksins Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni á leikskýrslu. Marley var með bróður sínum þegar Harvey skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool fyrir ári síðan. Harvey Blair fékk að spila fyrstu 55 mínútur leiksins með Liverpool í gær en fór af velli fyrir jafnaldra sinn Conor Bradley í stöðunni 0-0. A bit on Harvey Blair - the Huddersfield-born Liverpool youngster making his professional debut for the Merseyside club at 18. #lfc https://t.co/kIU8XDUvn7— Ben McKenna (@benmckennaJPI) October 27, 2021 Blair hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö til viðbótar með átján ára liði Liverpool. Hann spilaði einnig með nítján ára liðinu á móti Atletico Madrid í Meistaradeild yngri liða. Blair var út á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið að spila með átján ára liði Liverpool með góðum árangri. Hann hefur einnig spilað sex leiki með 23 ára liðinu í vetur. Hann er því að fá tækifærin og aðeins spurning um hvort hann geti nýtt sér þau. Eldri bróðir hans gefur honum væntanlega góð ráð út frá því sem klikkaði hjá honum á sínum tíma.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira