Bróðir leikmanns Keflavíkur í byrjunarliði Liverpool í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 10:30 Harvey Blair í leiknum með Liverpool á móti Preston North End í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Getty/Naomi Baker Harvey Blair lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í gærkvöldi þegar Liverpool liðið sló Preston út úr enska deildabikarnum og komst áfram í átta liða úrslit. Þessi átján ára gamli strákur var í byrjunarliðinu og spilaði í þriggja manna framlínu ásamt þeim Takumi Minamino og Divock Origi. Minamino og Origi skoruðu mörkin í 2-0 sigri. Það vita það kannski ekki allir en Blair er með sterka Íslandstengingu. Eldri bróðir hans er Marley Blair, leikmaður Pepsi Max deildar liðs Keflavíkur. unbelievable experience to make my debut for @liverpoolfc and even better to get the win and progress into the next round pic.twitter.com/nrDTL4IZKc— HarveyBlair (@harveyblair77) October 27, 2021 Marley er 22 ára gamall og með samning við Keflavíkurliðið til ársins 2023. Marley sjálfur var í tvö ár með unglingaliðum Liverpool frá 2016 til 2018 en fór þaðan til Burnley. Í febrúar síðastliðnum samdi hann síðan við Keflavík. Marley spilaði tólf leiki með Keflavík í Pepsi Max deildinni en náði ekki að skora. Hann gaf stoðsendingu í síðasta leiknum sínum en fékk líka rautt spjald í leik á móti HK í 19. umferðinni. View this post on Instagram A post shared by MJB (@marleyblair) KSÍ skráir reyndar eitt mark á Marley en það mark var þó augljóst sjálfsmark varnarmanns Skagamanna í lokaumferðinni og er skráð sjálfsmark hjá öllum miðlum nema hjá dómara leiksins Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni á leikskýrslu. Marley var með bróður sínum þegar Harvey skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool fyrir ári síðan. Harvey Blair fékk að spila fyrstu 55 mínútur leiksins með Liverpool í gær en fór af velli fyrir jafnaldra sinn Conor Bradley í stöðunni 0-0. A bit on Harvey Blair - the Huddersfield-born Liverpool youngster making his professional debut for the Merseyside club at 18. #lfc https://t.co/kIU8XDUvn7— Ben McKenna (@benmckennaJPI) October 27, 2021 Blair hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö til viðbótar með átján ára liði Liverpool. Hann spilaði einnig með nítján ára liðinu á móti Atletico Madrid í Meistaradeild yngri liða. Blair var út á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið að spila með átján ára liði Liverpool með góðum árangri. Hann hefur einnig spilað sex leiki með 23 ára liðinu í vetur. Hann er því að fá tækifærin og aðeins spurning um hvort hann geti nýtt sér þau. Eldri bróðir hans gefur honum væntanlega góð ráð út frá því sem klikkaði hjá honum á sínum tíma. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Þessi átján ára gamli strákur var í byrjunarliðinu og spilaði í þriggja manna framlínu ásamt þeim Takumi Minamino og Divock Origi. Minamino og Origi skoruðu mörkin í 2-0 sigri. Það vita það kannski ekki allir en Blair er með sterka Íslandstengingu. Eldri bróðir hans er Marley Blair, leikmaður Pepsi Max deildar liðs Keflavíkur. unbelievable experience to make my debut for @liverpoolfc and even better to get the win and progress into the next round pic.twitter.com/nrDTL4IZKc— HarveyBlair (@harveyblair77) October 27, 2021 Marley er 22 ára gamall og með samning við Keflavíkurliðið til ársins 2023. Marley sjálfur var í tvö ár með unglingaliðum Liverpool frá 2016 til 2018 en fór þaðan til Burnley. Í febrúar síðastliðnum samdi hann síðan við Keflavík. Marley spilaði tólf leiki með Keflavík í Pepsi Max deildinni en náði ekki að skora. Hann gaf stoðsendingu í síðasta leiknum sínum en fékk líka rautt spjald í leik á móti HK í 19. umferðinni. View this post on Instagram A post shared by MJB (@marleyblair) KSÍ skráir reyndar eitt mark á Marley en það mark var þó augljóst sjálfsmark varnarmanns Skagamanna í lokaumferðinni og er skráð sjálfsmark hjá öllum miðlum nema hjá dómara leiksins Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni á leikskýrslu. Marley var með bróður sínum þegar Harvey skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool fyrir ári síðan. Harvey Blair fékk að spila fyrstu 55 mínútur leiksins með Liverpool í gær en fór af velli fyrir jafnaldra sinn Conor Bradley í stöðunni 0-0. A bit on Harvey Blair - the Huddersfield-born Liverpool youngster making his professional debut for the Merseyside club at 18. #lfc https://t.co/kIU8XDUvn7— Ben McKenna (@benmckennaJPI) October 27, 2021 Blair hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö til viðbótar með átján ára liði Liverpool. Hann spilaði einnig með nítján ára liðinu á móti Atletico Madrid í Meistaradeild yngri liða. Blair var út á vinstri vængnum þar sem hann hefur verið að spila með átján ára liði Liverpool með góðum árangri. Hann hefur einnig spilað sex leiki með 23 ára liðinu í vetur. Hann er því að fá tækifærin og aðeins spurning um hvort hann geti nýtt sér þau. Eldri bróðir hans gefur honum væntanlega góð ráð út frá því sem klikkaði hjá honum á sínum tíma.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira