Fótbolti

Koeman rekinn frá Barcelona

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ronald Koeman hefur verið rekinn frá Barcelona.
Ronald Koeman hefur verið rekinn frá Barcelona. Eric Alonso/Getty Images

Ronald Koeman hefur verið rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Barcelona.

Frá þessu er greint á heimsíðu félagsins, en Koeman tók við liðinu í ágúst á síðasta ári og hefur því aðeins verið í 14 mánuði við stjórnvölinn á Nou Camp.

Börsungar hafa einungis náð í 15 stig í fyrstu tíu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni og liðið hefur tapað tveim af þrem leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Barcelona situr í níunda sæti spænsku deildarinnar, sex stigum á eftir erkifjendum sínum í Real Madrid sem deila toppsætinu með þrem öðrum liðum.

Börsungar töpuðu gegn Rayo Vallecano í deildinni fyrr í kvöld, en þetta var þriðja tap liðsins í seinustu fjórum deildarleikjum. Í kjölfarið var haldinn neyðarfundur og Koeman látinn taka poka sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×