Kryddhúskryddin eru lækningajurtir Kryddhúsið 28. október 2021 08:59 Brauðstangakrydd með næringargeri og Pumpkin spice eru glænýjar kryddblöndur frá Kryddhúsinu. Cat Gundry-Beck Kryddblöndur Kryddhússins innihalda engin aukaefni en áhrifamáttur jurtanna er nýttur til fulls. Brauðstangakrydd með næringargeri og Pumpkin spice eru glænýjar kryddblöndur frá Kryddhúsinu sem komnar eru á markað. Ólöf Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Kryddhússins segir áhrifamátt jurtaríkisins njóta sín í kryddlínu Kryddhússins. Ólöf Einarsdóttir eigandi Kryddhússins ásamt barnabarni sínu Köru Margréti í eldhúsinu. Gabriel Rutenberg „Kryddið okkar er ekkert annað en lækningajurtir. Minn bakgrunnur er náttúrulækningar og mér fannst því gaman að tengja okkur við þann heim gegnum Ásdísi Rögnu Einarsdóttur grasalækni. Við blönduðum með henni Pumpkin spice sem er dásamleg blanda af náttúrulega sætu og aromatísku kryddi eins og allrahanda (sem eru bragðmikil ber sem eru þurrkuð og mulin), Ceylon kanil, engifer ofl,“ útskýrir Ólöf. Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir blandaði Pumpkin Spice fyrir Kryddhúsið. Óþarfi að krydda hollan mat með aukaefnum Pumpkin spice blandan inniheldur krydd sem í náttúrulækningum þykja styrkjandi og eru þekkt fyrir áhrifamátt sinn. Þau gefa gott bragð í graskersrétti, í grænmetissúpur, á grænmetis- og baunarétti og jafnvel á kjöt. Þá er líka gott að strá kryddblöndunni út á grauta, heita drykki og smoothies. „Það skiptir mig máli að borða holla og hreina fæðu og þá skiptir kryddið máli. Það er það sem gefur bragðið og það er óþarfi að nota krydd sem innihalda alls kyns aukaefni sem gera okkur ekkert gott svo síður sé. Því ber að hugsa þetta alla leið,“ segir Ólöf en allt krydd og kryddblöndur frá Kryddhúsinu er án allra aukaefna, án msg, án silikon díoxíðs, án óþarfa salts og öll kryddlínan er Vegan. Næringargerið ríkt af B-vítamíni Uppistaðan í Brauðstangakryddinu er næringarger en það er meinholl fæða sem er stútfull af B vítamínum og steinefnum. Það gefur skemmtilegan ostakeim í blönduna en er sömuleiðis Vegan. Brauðstangakryddblandan er ljúffeng út á pastað eða á poppið fyrir þá sem eru án mjólkurvara en vilja ostakeiminn. Næringarger hentar einnig þeim sem þola ekki ger. „Næringarger er spennandi matvara sem ég hef lengi horft til og langað að nota í kryddblöndu. Þegar sú hugmynd kom upp að blanda Vegan brauðstangakrydd með ostakeim kom ekkert annað til greina heldur en einmitt það,“ útskýrir Ólöf. „Við notum sjávarsalt í þessa blöndu en það er eina saltið sem við notum í okkar blöndur. Það er svo gaman að nota gott hráefni og gera spennandi hluti sem eru góðir fyrir sál og líkama. Enda er orðin mikil meðvitund í sambandi við mat og hreinleika og þar skiptir kryddið ekki síður máli, að það sé náttúrulegt og án aukaefna. Kryddið gefur tóninn og kryddið gefur bragðið í matinn,“ segir Ólöf brosandi. Klippa: Endurvinnanlegar umbúðir Kryddhússins Endurvinnanlegar umbúðir „Umbúðamál hafa alltaf verið okkur hugleikin. Við handpökkum kryddinu í umbúðir úr PET og áli sem hvoru tveggja eru endurvinnanlegar. Við teljum að PET og ál séu bestu kostirnir undir kryddið fyrir utan pappann sem verður eflaust næsta skrefið okkar,“ segir Ólöf. „PET og ál eru léttar umbúðir sem skilja eftir sig færri kolefnispor en þyngri umbúðir. Sjálf flokkum við allt rusl sem fer frá okkur heima fyrir og í fyrirtækinu og hvetjum að sjálfsögðu alla til að gera slíkt hið sama. PET fer í sama flokk og plast og álið má fara beint ofan í orkutunnurnar fyrir þá sem eru með svoleiðis annars bara í næsta grenndargám.“ Kryddið fæst í verslunum Hagkaups og Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup og á kryddhus.is. Nánari upplýsingar og uppskriftir á kryddhus.is. Ljúffeng graskerssúpa og brauðstangir að hætti Kryddhússins Graskerssúpa (vegan) 500g grasker (butternut squash) 1 laukur 2 góðar msk Sætkartöflukrydd Kryddhússins 500ml vatn 1 dós kókosmjólk 2 tsk Pumpkin spice Ásdísar grasalæknis sjávarsalt/Himalayan salt og hvítur pipar Fersk steinselja og graskera fræ til að strá út á í lokin. Aðferð: Skerið laukinn og hitið á pönnu í svolítilli olíu. Afhýðið graskerið, hreinsið fræin innan úr og skerið kjötið í teninga. Bætið graskerinu út í og hitið vel í gegn. Því næst kryddið með Sætkartöflukryddinu, vel af salti og hvítum pipar og bætið vatninu út í ásamt kókosmjólkinni. Allt soðið saman í a.m.k. 30 mín. Gott að mauka súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél fyrir mjúka og fallega áferð. Fallegt og heilsusamlegt að strá graskersfræum og steinselju út á. Vegan Brauðstangir 2 tsk þurrger 1 tsk sykur 2 dl volgt vatn 330 gr hveiti 1-2 msk olía 1 tsk salt vegan ostur og Brauðstangakrydd með næringargeri til að setja inn í og pennsla yfir að lokum. Aðferð: Setjið gerið, sykurinn og vatnið í skál og látið hvíla undir dúk í nokkrar mín. eða þar til hefur myndast froða/skán. Setjið þá þurrefnin saman við, ásamt olíunni. Gott að hræra deigið í hrærivél eða hnoða með höndum. Látið deigið hefa í klst. eða svo. Hnoðið deigið og fletjið það út, sáldrið rifnum vegan osti og Brauðstangakryddinu á það og brjótið það saman til helminga. Skerið út eins og 2 cm ræmur með hníf og snúið aðeins upp á hverja og eina og leggið á bökunarplötu. Gott að láta stangirnar hefa sig í 10-15 mín áður en þær fara í 180C heitan ofninn. Bakið í 25-35 mín (fer eftir ofnum) eða þar til gullið og bakað í gegn. Ég strái vegan ostinum einnig yfir stangirnar nokkrum mín áður en þær eru fullbakaðar svo osturinn brenni ekki. Hrærið eins og einni góðri msk af Brauðstangakryddi í skál með ólífuolíu og pennslið vel af blöndunni yfir brauðstangirnar þegar þær koma heitar út úr ofninum. Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Brauðstangakrydd með næringargeri og Pumpkin spice eru glænýjar kryddblöndur frá Kryddhúsinu sem komnar eru á markað. Ólöf Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Kryddhússins segir áhrifamátt jurtaríkisins njóta sín í kryddlínu Kryddhússins. Ólöf Einarsdóttir eigandi Kryddhússins ásamt barnabarni sínu Köru Margréti í eldhúsinu. Gabriel Rutenberg „Kryddið okkar er ekkert annað en lækningajurtir. Minn bakgrunnur er náttúrulækningar og mér fannst því gaman að tengja okkur við þann heim gegnum Ásdísi Rögnu Einarsdóttur grasalækni. Við blönduðum með henni Pumpkin spice sem er dásamleg blanda af náttúrulega sætu og aromatísku kryddi eins og allrahanda (sem eru bragðmikil ber sem eru þurrkuð og mulin), Ceylon kanil, engifer ofl,“ útskýrir Ólöf. Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir blandaði Pumpkin Spice fyrir Kryddhúsið. Óþarfi að krydda hollan mat með aukaefnum Pumpkin spice blandan inniheldur krydd sem í náttúrulækningum þykja styrkjandi og eru þekkt fyrir áhrifamátt sinn. Þau gefa gott bragð í graskersrétti, í grænmetissúpur, á grænmetis- og baunarétti og jafnvel á kjöt. Þá er líka gott að strá kryddblöndunni út á grauta, heita drykki og smoothies. „Það skiptir mig máli að borða holla og hreina fæðu og þá skiptir kryddið máli. Það er það sem gefur bragðið og það er óþarfi að nota krydd sem innihalda alls kyns aukaefni sem gera okkur ekkert gott svo síður sé. Því ber að hugsa þetta alla leið,“ segir Ólöf en allt krydd og kryddblöndur frá Kryddhúsinu er án allra aukaefna, án msg, án silikon díoxíðs, án óþarfa salts og öll kryddlínan er Vegan. Næringargerið ríkt af B-vítamíni Uppistaðan í Brauðstangakryddinu er næringarger en það er meinholl fæða sem er stútfull af B vítamínum og steinefnum. Það gefur skemmtilegan ostakeim í blönduna en er sömuleiðis Vegan. Brauðstangakryddblandan er ljúffeng út á pastað eða á poppið fyrir þá sem eru án mjólkurvara en vilja ostakeiminn. Næringarger hentar einnig þeim sem þola ekki ger. „Næringarger er spennandi matvara sem ég hef lengi horft til og langað að nota í kryddblöndu. Þegar sú hugmynd kom upp að blanda Vegan brauðstangakrydd með ostakeim kom ekkert annað til greina heldur en einmitt það,“ útskýrir Ólöf. „Við notum sjávarsalt í þessa blöndu en það er eina saltið sem við notum í okkar blöndur. Það er svo gaman að nota gott hráefni og gera spennandi hluti sem eru góðir fyrir sál og líkama. Enda er orðin mikil meðvitund í sambandi við mat og hreinleika og þar skiptir kryddið ekki síður máli, að það sé náttúrulegt og án aukaefna. Kryddið gefur tóninn og kryddið gefur bragðið í matinn,“ segir Ólöf brosandi. Klippa: Endurvinnanlegar umbúðir Kryddhússins Endurvinnanlegar umbúðir „Umbúðamál hafa alltaf verið okkur hugleikin. Við handpökkum kryddinu í umbúðir úr PET og áli sem hvoru tveggja eru endurvinnanlegar. Við teljum að PET og ál séu bestu kostirnir undir kryddið fyrir utan pappann sem verður eflaust næsta skrefið okkar,“ segir Ólöf. „PET og ál eru léttar umbúðir sem skilja eftir sig færri kolefnispor en þyngri umbúðir. Sjálf flokkum við allt rusl sem fer frá okkur heima fyrir og í fyrirtækinu og hvetjum að sjálfsögðu alla til að gera slíkt hið sama. PET fer í sama flokk og plast og álið má fara beint ofan í orkutunnurnar fyrir þá sem eru með svoleiðis annars bara í næsta grenndargám.“ Kryddið fæst í verslunum Hagkaups og Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup og á kryddhus.is. Nánari upplýsingar og uppskriftir á kryddhus.is. Ljúffeng graskerssúpa og brauðstangir að hætti Kryddhússins Graskerssúpa (vegan) 500g grasker (butternut squash) 1 laukur 2 góðar msk Sætkartöflukrydd Kryddhússins 500ml vatn 1 dós kókosmjólk 2 tsk Pumpkin spice Ásdísar grasalæknis sjávarsalt/Himalayan salt og hvítur pipar Fersk steinselja og graskera fræ til að strá út á í lokin. Aðferð: Skerið laukinn og hitið á pönnu í svolítilli olíu. Afhýðið graskerið, hreinsið fræin innan úr og skerið kjötið í teninga. Bætið graskerinu út í og hitið vel í gegn. Því næst kryddið með Sætkartöflukryddinu, vel af salti og hvítum pipar og bætið vatninu út í ásamt kókosmjólkinni. Allt soðið saman í a.m.k. 30 mín. Gott að mauka súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél fyrir mjúka og fallega áferð. Fallegt og heilsusamlegt að strá graskersfræum og steinselju út á. Vegan Brauðstangir 2 tsk þurrger 1 tsk sykur 2 dl volgt vatn 330 gr hveiti 1-2 msk olía 1 tsk salt vegan ostur og Brauðstangakrydd með næringargeri til að setja inn í og pennsla yfir að lokum. Aðferð: Setjið gerið, sykurinn og vatnið í skál og látið hvíla undir dúk í nokkrar mín. eða þar til hefur myndast froða/skán. Setjið þá þurrefnin saman við, ásamt olíunni. Gott að hræra deigið í hrærivél eða hnoða með höndum. Látið deigið hefa í klst. eða svo. Hnoðið deigið og fletjið það út, sáldrið rifnum vegan osti og Brauðstangakryddinu á það og brjótið það saman til helminga. Skerið út eins og 2 cm ræmur með hníf og snúið aðeins upp á hverja og eina og leggið á bökunarplötu. Gott að láta stangirnar hefa sig í 10-15 mín áður en þær fara í 180C heitan ofninn. Bakið í 25-35 mín (fer eftir ofnum) eða þar til gullið og bakað í gegn. Ég strái vegan ostinum einnig yfir stangirnar nokkrum mín áður en þær eru fullbakaðar svo osturinn brenni ekki. Hrærið eins og einni góðri msk af Brauðstangakryddi í skál með ólífuolíu og pennslið vel af blöndunni yfir brauðstangirnar þegar þær koma heitar út úr ofninum.
Kryddið fæst í verslunum Hagkaups og Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup og á kryddhus.is. Nánari upplýsingar og uppskriftir á kryddhus.is.
Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira