Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 12:15 Vanda Sigurgeirsdóttir er til viðtals í afar veglegri grein The Athletic um krísuna innan KSÍ. vísir/Hulda Margrét Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira