„Pabbi vill meina að hann sé að senda mér skilaboð í gegnum hausinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 09:01 Einar Þorsteinn Ólafsson í hraðaupphlaupi í leik með Valsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Einar Þorsteinn Ólafsson var í gær valinn í fyrsta skiptið í íslenska A-landsliðið í handbolta en Guðmundur Guðmundsson valdi hann í tuttugu manna æfingahóp sinn sem mun hittast í byrjun næsta mánaðar. Einar er sonur goðsagnarinnar Ólafs Stefánssonar en þessi ungi leikmaður hefur heillað marga með frammistöðu sinni með Íslands- og bikarmeisturum Vals. Einar Þorsteinn sló fyrst í gegn með Valsliðinu á síðustu leiktíð og er í dag einn okkar efnilegasti leikmaður í handboltanum. „Það hefur alltaf verið markmiðið að komast í landsliðið og fá að æfa með þessum gæjum. Markmið var samt að komast þangað eftir nokkur ár en ég er mjög glaður að fá sjensinn svona snemma að fá að æfa með þeim,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson sem hitti þennan tvítuga handboltamann á Hlíðarenda í gær. Klippa: Gaupi ræddi við Einar Þorstein Ólafsson Einar er búinn að spila gríðarlega vel með Valsliðinu undanfarið ár en Gaupi vildi frá að vita hver væri lykillinn að því. „Ég held að lykillinn að því sé bæði Snorri að ná að nýta mig svona vel en svo líka liðsfélagarnir sem ná oft að redda mér. Það er þægilegt að geta stigið út úr vörninni eins og ég geri, af því að ég veit að ég get treyst á Þorgils og Lexa til að bakka mig upp,“ sagði Einar. Við pabbi höfum alveg rætt þetta En hefur hann stefnt að landsliðsætinu í nokkur ár? „Við pabbi höfum alveg rætt þetta en ég veit ekki hversu gamall hann var þegar hann komst inn í landsliðið. Ég er alla vega mjög ánægður að fá sjensinn svona snemma. Vonandi fæ ég eitthvað að vera með á æfingum og læra af þessum gæjum,“ sagði Einar. Hann vill ekkert tala um hvað tekur við á næstu árum. Einar Þorsteinn Ólafsson er líka góður sendingamaður.Vísir/Elín Björg „Ég er ekki kominn svo langt að hugsa um framtíðina hjá mér. Ég er að hugsa um Stjörnuleikinn eftir nokkra daga. Ef ég byrja að hugsa of langt þá gleymi maður því sem maður á að vera hugsa um núna. Það er bara að æfa, borða og spila vel,“ sagði Einar sem hefur lagt mikið á sig á síðustu árum. „Ég er bæði búinn að æfa handboltann og svo fór ég yfir í körfuboltann líka. Ég myndi segja alveg að ég hafi staðið mig vel síðustu ár að reyna að æfa mig sem mest og vera fjölbreyttur á æfingum. Ég er að reyna að lyfta en það tók mig nokkur ár hvað það er mikilvægt að lyfta. Þegar ég var tólf til þrettán ára þá var ég ekkert að pæla í því að fara í lyftingarsal. Þetta vonandi gerist allt bara hægt og rólega,“ sagði Einar. Að gera það sama í dag og hann lærði í körfuboltanum Einar hefur góðan grunn úr körfubolta og þakkar fyrir þá reynslu. Einar Þorsteinn Ólafsson spilar oftast fremst í vörninni og truflar þar mikið sóknarleik mótherjanna.Vísir/Daníel Þór „Það er bara út af því að ég mætt á svo margar æfingar þar í tvö til þrjú ár. Ég var með svo frábæra þjálfara eins og Gústa (Ágúst Björgvinsson) og Finn (Frey Stefánsson) sem er núna körfuboltaþjálfarinn hjá Val. Þeir kenndu mér svo ógeðslega mikið og þá var ég eiginlega að gera það sama og ég er að gera í handbolta í dag, að spila vörn og keyra svo upp. Að finna menn, varnarstaðsetningar og lesa leikinn og svoleiðis,“ sagði Einar. Gaupa finnst Einar geta bætt sig í sóknarleiknum og strákurinn er sammála því. „Já alveg verulega. Ég á svo mikið eftir líkamlega og pabbi er ennþá að reyna að kenna mér svo margt sóknarlega, hluti sem ég hef ekki einu sinni heyrt um áður. Vonandi gerist það bara með tímanum. Ég þarf að æfa skotin. Motoki og Bjöggi eru nánast með mig í vasanum á æfingum og vonandi læri ég það með tímanum hvenær ég á að skjóta, hvenær ég á að senda og hvenær ég á að finta,“ sagði Einar. Bara óhappa ef þau mæta ekki Ólafur Stefánsson er á öllum leikjum hjá stráknum og Gaupi hefur tekið eftir því að hann er svolítið stressaður á leikjum. „Hann er stressaðri en ég get ég sagt þér. Hann mætir á alla leiki en systur mínar og mamma mín mæta líka á alla leiki. Það er frábært að hafa þau með. Þau mættu ekki á einn leik og það var örugglega versti leikurinn minn á tímabilinu og eftir það hafa þau alltaf mætt á leikina mína. Ég held að það sé bara óhappa ef þau mæta ekki,“ sagði Einar. Pabbinn stressaður upp í stúku Hann fær huglæg skilaboð frá föður sínum í leikjum sínum. „Pabbi vill meina að hann sé að senda mér skilaboð í gegnum hausinn og ég held að það virki hjá honum og hjálpi mér. Vonandi hjálpar það mér,“ sagði Einar og Ólafur Stefánsson ætti að þekkja leikinn upp á tíu eftir ótrúlegan og magnaðan handboltaferil sinn. Ólafur Stefánsson átti sjálfur magnaðan feril. Hér er hann á árunum með Rhein Neckar Löwen.Getty/Lars Baron „Hann er með nokkur ár að baki í handboltanum og smá reynslu. Hann segir samt að hann sé stressaðri að horfa á leikina en þegar hann var að spila sjálfur. Ég veit ekki hvaðan það kemur en ég held að það sé bara gott fyrir hann að vita aðeins hvernig það er að horfa á leikinn og sjá mig spila,“ sagði Einar. Það má sjá allt spjall hans við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sjá meira
Einar er sonur goðsagnarinnar Ólafs Stefánssonar en þessi ungi leikmaður hefur heillað marga með frammistöðu sinni með Íslands- og bikarmeisturum Vals. Einar Þorsteinn sló fyrst í gegn með Valsliðinu á síðustu leiktíð og er í dag einn okkar efnilegasti leikmaður í handboltanum. „Það hefur alltaf verið markmiðið að komast í landsliðið og fá að æfa með þessum gæjum. Markmið var samt að komast þangað eftir nokkur ár en ég er mjög glaður að fá sjensinn svona snemma að fá að æfa með þeim,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson sem hitti þennan tvítuga handboltamann á Hlíðarenda í gær. Klippa: Gaupi ræddi við Einar Þorstein Ólafsson Einar er búinn að spila gríðarlega vel með Valsliðinu undanfarið ár en Gaupi vildi frá að vita hver væri lykillinn að því. „Ég held að lykillinn að því sé bæði Snorri að ná að nýta mig svona vel en svo líka liðsfélagarnir sem ná oft að redda mér. Það er þægilegt að geta stigið út úr vörninni eins og ég geri, af því að ég veit að ég get treyst á Þorgils og Lexa til að bakka mig upp,“ sagði Einar. Við pabbi höfum alveg rætt þetta En hefur hann stefnt að landsliðsætinu í nokkur ár? „Við pabbi höfum alveg rætt þetta en ég veit ekki hversu gamall hann var þegar hann komst inn í landsliðið. Ég er alla vega mjög ánægður að fá sjensinn svona snemma. Vonandi fæ ég eitthvað að vera með á æfingum og læra af þessum gæjum,“ sagði Einar. Hann vill ekkert tala um hvað tekur við á næstu árum. Einar Þorsteinn Ólafsson er líka góður sendingamaður.Vísir/Elín Björg „Ég er ekki kominn svo langt að hugsa um framtíðina hjá mér. Ég er að hugsa um Stjörnuleikinn eftir nokkra daga. Ef ég byrja að hugsa of langt þá gleymi maður því sem maður á að vera hugsa um núna. Það er bara að æfa, borða og spila vel,“ sagði Einar sem hefur lagt mikið á sig á síðustu árum. „Ég er bæði búinn að æfa handboltann og svo fór ég yfir í körfuboltann líka. Ég myndi segja alveg að ég hafi staðið mig vel síðustu ár að reyna að æfa mig sem mest og vera fjölbreyttur á æfingum. Ég er að reyna að lyfta en það tók mig nokkur ár hvað það er mikilvægt að lyfta. Þegar ég var tólf til þrettán ára þá var ég ekkert að pæla í því að fara í lyftingarsal. Þetta vonandi gerist allt bara hægt og rólega,“ sagði Einar. Að gera það sama í dag og hann lærði í körfuboltanum Einar hefur góðan grunn úr körfubolta og þakkar fyrir þá reynslu. Einar Þorsteinn Ólafsson spilar oftast fremst í vörninni og truflar þar mikið sóknarleik mótherjanna.Vísir/Daníel Þór „Það er bara út af því að ég mætt á svo margar æfingar þar í tvö til þrjú ár. Ég var með svo frábæra þjálfara eins og Gústa (Ágúst Björgvinsson) og Finn (Frey Stefánsson) sem er núna körfuboltaþjálfarinn hjá Val. Þeir kenndu mér svo ógeðslega mikið og þá var ég eiginlega að gera það sama og ég er að gera í handbolta í dag, að spila vörn og keyra svo upp. Að finna menn, varnarstaðsetningar og lesa leikinn og svoleiðis,“ sagði Einar. Gaupa finnst Einar geta bætt sig í sóknarleiknum og strákurinn er sammála því. „Já alveg verulega. Ég á svo mikið eftir líkamlega og pabbi er ennþá að reyna að kenna mér svo margt sóknarlega, hluti sem ég hef ekki einu sinni heyrt um áður. Vonandi gerist það bara með tímanum. Ég þarf að æfa skotin. Motoki og Bjöggi eru nánast með mig í vasanum á æfingum og vonandi læri ég það með tímanum hvenær ég á að skjóta, hvenær ég á að senda og hvenær ég á að finta,“ sagði Einar. Bara óhappa ef þau mæta ekki Ólafur Stefánsson er á öllum leikjum hjá stráknum og Gaupi hefur tekið eftir því að hann er svolítið stressaður á leikjum. „Hann er stressaðri en ég get ég sagt þér. Hann mætir á alla leiki en systur mínar og mamma mín mæta líka á alla leiki. Það er frábært að hafa þau með. Þau mættu ekki á einn leik og það var örugglega versti leikurinn minn á tímabilinu og eftir það hafa þau alltaf mætt á leikina mína. Ég held að það sé bara óhappa ef þau mæta ekki,“ sagði Einar. Pabbinn stressaður upp í stúku Hann fær huglæg skilaboð frá föður sínum í leikjum sínum. „Pabbi vill meina að hann sé að senda mér skilaboð í gegnum hausinn og ég held að það virki hjá honum og hjálpi mér. Vonandi hjálpar það mér,“ sagði Einar og Ólafur Stefánsson ætti að þekkja leikinn upp á tíu eftir ótrúlegan og magnaðan handboltaferil sinn. Ólafur Stefánsson átti sjálfur magnaðan feril. Hér er hann á árunum með Rhein Neckar Löwen.Getty/Lars Baron „Hann er með nokkur ár að baki í handboltanum og smá reynslu. Hann segir samt að hann sé stressaðri að horfa á leikina en þegar hann var að spila sjálfur. Ég veit ekki hvaðan það kemur en ég held að það sé bara gott fyrir hann að vita aðeins hvernig það er að horfa á leikinn og sjá mig spila,“ sagði Einar. Það má sjá allt spjall hans við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sjá meira