Sjö breytingar á byrjunarliðinu og þær Cecilía, Amanda og Sif koma allar inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 17:28 Amanda Andradóttir á ferðinni á Laugardalsvelli gegn Evrópumeisturum Hollands, í sínum fyrsta A-landsleik en í kvöld er hún í byrjunarliðinu í fyrsta sinn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu sínu fyrir leikinn á móti Kýpur í undankeppni HM 2023 sem fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru aðeins fjórir leikmenn liðsins sem halda sæti sínu frá því í 4-0 sigrinum á Tékklandi á föstudaginn en það eru þær Guðný Árnadóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir komu allar inn á sem varamenn í þeim leik en þær eru í byrjunarliðinu í dag. Hin sautján ára gamla Amanda Jacobsen Andradóttir er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og Sif Atladóttir mun í kvöld spila sinn fyrsta A-landsleik í rúm tvö ár. Sif lék síðast með íslenska A-landsliðinu í leik á móti Lettlandi 8. október 2019. Sif er fyrirliði liðsins í kvöld. Hin átján ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld. Þetta er hennar fjórði A-landsleikur en í fyrsta sinn sem hún er í byrjunarliðinu í keppnisleik. Leikmennirnir sem missa sæti sitt í byrjunarliðinu eru þær Sandra Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Agla María Albertsdóttir og Guðrún Arnardóttir. Þær áttu flestar mjög góðan leik á móti Tékkum en Þorsteinn ætlar greinilega að nýta tækifærið og gefa fleiri leikmönnum möguleika á að sýna sig og sanna. Þetta þýðir að sex leikmenn íslenska byrjunarliðsins í kvöld, meirihluti liðsins, eru fæddar á þessari öld eða árið 2000 eða síðar. Íslenska liðið á að vinna leikinn í kvöld en kýpversku stelpurnar eru búnar að tapa síðustu tveimur leikjum sínum 8-0 þar af öðrum þeirra á móti Tékkum sem íslenska liðið vann 4-0 í Laugardalnum á föstudagskvöldið. Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í undankeppni HM: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðný Árnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Sif Atladóttir, fyrirliði Elísa Viðarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Svava Rós Guðmundsdóttir Amanda Jacobsen Andradóttir Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Það eru aðeins fjórir leikmenn liðsins sem halda sæti sínu frá því í 4-0 sigrinum á Tékklandi á föstudaginn en það eru þær Guðný Árnadóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir komu allar inn á sem varamenn í þeim leik en þær eru í byrjunarliðinu í dag. Hin sautján ára gamla Amanda Jacobsen Andradóttir er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og Sif Atladóttir mun í kvöld spila sinn fyrsta A-landsleik í rúm tvö ár. Sif lék síðast með íslenska A-landsliðinu í leik á móti Lettlandi 8. október 2019. Sif er fyrirliði liðsins í kvöld. Hin átján ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld. Þetta er hennar fjórði A-landsleikur en í fyrsta sinn sem hún er í byrjunarliðinu í keppnisleik. Leikmennirnir sem missa sæti sitt í byrjunarliðinu eru þær Sandra Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Agla María Albertsdóttir og Guðrún Arnardóttir. Þær áttu flestar mjög góðan leik á móti Tékkum en Þorsteinn ætlar greinilega að nýta tækifærið og gefa fleiri leikmönnum möguleika á að sýna sig og sanna. Þetta þýðir að sex leikmenn íslenska byrjunarliðsins í kvöld, meirihluti liðsins, eru fæddar á þessari öld eða árið 2000 eða síðar. Íslenska liðið á að vinna leikinn í kvöld en kýpversku stelpurnar eru búnar að tapa síðustu tveimur leikjum sínum 8-0 þar af öðrum þeirra á móti Tékkum sem íslenska liðið vann 4-0 í Laugardalnum á föstudagskvöldið. Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í undankeppni HM: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðný Árnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Sif Atladóttir, fyrirliði Elísa Viðarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Svava Rós Guðmundsdóttir Amanda Jacobsen Andradóttir Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í undankeppni HM: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðný Árnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Sif Atladóttir, fyrirliði Elísa Viðarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Svava Rós Guðmundsdóttir Amanda Jacobsen Andradóttir
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira