Innlent

Áttatíu greindust með Covid-19 í gær

Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa
Frá sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut. 
Frá sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut.  Vísir/vilhelm

Áttaíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 32 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 48 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent.

Þetta kemur fram á síðunni Covid.is. 777 eru nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 757 í gær. eru nú í sóttkví, en voru 1.777 í gær. 315 eru nú í skimunarsóttkví.

Sjö eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en sami fjöldi og á fimmtudag. Einn er á gjörgæslu, líkt og í gær.

Þrjú smit kom upp á landamærunum í gær – tvö virk smit í fyrri landamæraskimun og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilviki eins.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 232,1, en var 220,1 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 23,5, en var 24,8 í gær.

Alls hafa 13.236 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 33 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×