„Sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 14:01 Skarphéðinn Ívar Einarsson stimplaði sig inn hjá KA í leiknum á móti Val. S2 Sport Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni buðu upp á nýjan dagskrárlið í þætti gærkvöldsins en sá heitir „Undir radarnum“ og var frumsýndur í gær. „Við erum að fara að kynna nýjan dagskrárlið í Seinni bylgjunni og hann heitir: Undir radarnum. Við ætlum að fá sérfræðinga okkur til að segja frá tveimur leikmönnum á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þetta eru leikmenn sem spiluðu annað hvort vel eða illa en fóru undir radarinn og hinn almenni áhugamaður um handbolta tók kannski ekki eftir þeirra frammistöðu,“ sagði Stefán Árni. Sérfræðingarnir sem voru fyrstir til að segja frá mönnum sem fóru undir radarinn voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir Örn reið á vaðið og talaði um tvo leikmenn sem fóru undir radarinn. „Ég valdi tvo leikmenn sem er skemmtilegt að sjá almennt. Fyrstur var Alexander Örn varnarmaður í Val sem mér fannst eiga alveg stórkostlegan leik á móti KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég veit líka að það er smá saga. Hann er búinn einn af þessum stóru varnarmönnum í deildinni í örugglega einhver fimm, sex, sjö ár. Einar Rafn er búinn að vera þessi sóknarmaður á sama tíma og svo eru þeir bara með þetta einvígi þarna fyrir norðan. Alex bara jarðaði hann fannst mér. Einar skorar eitthvað en hann var að atast í honum allan leikinn,“ sagði Ásgeir. Ásgeir tók einnig fyrir hinn unga Skarphéðinn Ívar Einarsson í liði KA. „Þetta er bara einhver sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu og skoraði tvö flott mörk í leiknum. Hann átti líka stoðsendingu og ég hef ekki séð svona síðan Arnór Atlason var á fjölunum í KA-heimilinu. Á þessum aldri,“ sagði Ásgeir. Rúnar Sigtryggsson valdi Stefán Darri Þórsson úr Fram og Róbert Sigurðsson hjá ÍBV. Það má sjá umfjöllunina og rökstuðninginn fyrir valinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Undir ratarnum er nýr dagskrárliður Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Við erum að fara að kynna nýjan dagskrárlið í Seinni bylgjunni og hann heitir: Undir radarnum. Við ætlum að fá sérfræðinga okkur til að segja frá tveimur leikmönnum á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þetta eru leikmenn sem spiluðu annað hvort vel eða illa en fóru undir radarinn og hinn almenni áhugamaður um handbolta tók kannski ekki eftir þeirra frammistöðu,“ sagði Stefán Árni. Sérfræðingarnir sem voru fyrstir til að segja frá mönnum sem fóru undir radarinn voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir Örn reið á vaðið og talaði um tvo leikmenn sem fóru undir radarinn. „Ég valdi tvo leikmenn sem er skemmtilegt að sjá almennt. Fyrstur var Alexander Örn varnarmaður í Val sem mér fannst eiga alveg stórkostlegan leik á móti KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég veit líka að það er smá saga. Hann er búinn einn af þessum stóru varnarmönnum í deildinni í örugglega einhver fimm, sex, sjö ár. Einar Rafn er búinn að vera þessi sóknarmaður á sama tíma og svo eru þeir bara með þetta einvígi þarna fyrir norðan. Alex bara jarðaði hann fannst mér. Einar skorar eitthvað en hann var að atast í honum allan leikinn,“ sagði Ásgeir. Ásgeir tók einnig fyrir hinn unga Skarphéðinn Ívar Einarsson í liði KA. „Þetta er bara einhver sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu og skoraði tvö flott mörk í leiknum. Hann átti líka stoðsendingu og ég hef ekki séð svona síðan Arnór Atlason var á fjölunum í KA-heimilinu. Á þessum aldri,“ sagði Ásgeir. Rúnar Sigtryggsson valdi Stefán Darri Þórsson úr Fram og Róbert Sigurðsson hjá ÍBV. Það má sjá umfjöllunina og rökstuðninginn fyrir valinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Undir ratarnum er nýr dagskrárliður
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira