Fannst við spila frábærlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. október 2021 21:50 Brúnaþungur Basti á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð. „Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00