Vöndu falið að sjá um uppgjörið við Guðna Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 09:32 Guðni Bergsson kvaddi KSÍ í lok ágúst eftir að hafa verið formaður frá árinu 2017. vísir/daníel Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður knattspyrnusambands Íslands, mun sjá um að leiða til lykta uppgjör við forvera sinn í starfi, Guðna Bergsson, vegna starfsloka hans í lok ágúst. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári alls um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Guðni hefur hingað til ekki tjáð sig um viðskilnaðinn við KSÍ en hann sagði af sér eftir þrýsting frá hluta knattspyrnuhreyfingarinnar vegna meðhöndlunar á upplýsingum um meint ofbeldisverk landsliðsmanna. Guðni sagði af sér eftir neyðarfundi undir lok ágúst en hafði áður lagt til að hann myndi víkja tímabundið sem formaður. Þá tillögu samþykkti þáverandi stjórn KSÍ ekki. Stjórnin sagði svo öll af sér degi á eftir formanninum og boðað var til aukaþings sem haldið var í byrjun október. Á aukaþinginu var Vanda sjálfkjörin nýr formaður þar sem hún var ein í framboði. Síðasta stjórn ræddi málið en tók ekki ákvörðun Á síðustu fundum fyrrverandi stjórnar var rætt um starfslok Guðna undir liðnum „önnur mál“ en engin ákvörðun tekin um starfslokasamning við hann. Nú er málið því komið í hendur nýrrar stjórnar sem á síðasta stjórnarfundi, 11. október, fól nýjum formanni að leiða uppgjörið við Guðna til lykta. Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður KSÍ í byrjun þessa mánaðar. Hér er hún á landsleik Íslands og Tékklands síðastliðinn föstudag ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýr formaður í kjaranefnd Samkvæmt lögum KSÍ sér þriggja manna kjaranefnd um að gera tillögu til stjórnar KSÍ um laun formanns og annað sem viðkemur kjörum hans. Ætla má að kjaranefnd komi með einhverjum hætti að málinu. Margrét Sanders var einmitt skipuð nýr formaður kjaranefndar á síðasta stjórnarfundi og tók við starfinu af Jónasi Gesti Jónassyni sem sagði sig úr nefndinni vegna starfa sinna, að því er segir í síðustu fundargerð. Í samtali við Vísi vildi Vanda ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði það geta skýrst bráðlega. Hún vildi ekki segja til um hvernig ákvörðun yrði tekin um starfslokasamning Guðna. Næsti stjórnarfundur er í dag en Vanda vildi ekki svara því hvort þar yrði einhver ákvörðun tekin um málið. KSÍ Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári alls um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Guðni hefur hingað til ekki tjáð sig um viðskilnaðinn við KSÍ en hann sagði af sér eftir þrýsting frá hluta knattspyrnuhreyfingarinnar vegna meðhöndlunar á upplýsingum um meint ofbeldisverk landsliðsmanna. Guðni sagði af sér eftir neyðarfundi undir lok ágúst en hafði áður lagt til að hann myndi víkja tímabundið sem formaður. Þá tillögu samþykkti þáverandi stjórn KSÍ ekki. Stjórnin sagði svo öll af sér degi á eftir formanninum og boðað var til aukaþings sem haldið var í byrjun október. Á aukaþinginu var Vanda sjálfkjörin nýr formaður þar sem hún var ein í framboði. Síðasta stjórn ræddi málið en tók ekki ákvörðun Á síðustu fundum fyrrverandi stjórnar var rætt um starfslok Guðna undir liðnum „önnur mál“ en engin ákvörðun tekin um starfslokasamning við hann. Nú er málið því komið í hendur nýrrar stjórnar sem á síðasta stjórnarfundi, 11. október, fól nýjum formanni að leiða uppgjörið við Guðna til lykta. Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður KSÍ í byrjun þessa mánaðar. Hér er hún á landsleik Íslands og Tékklands síðastliðinn föstudag ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýr formaður í kjaranefnd Samkvæmt lögum KSÍ sér þriggja manna kjaranefnd um að gera tillögu til stjórnar KSÍ um laun formanns og annað sem viðkemur kjörum hans. Ætla má að kjaranefnd komi með einhverjum hætti að málinu. Margrét Sanders var einmitt skipuð nýr formaður kjaranefndar á síðasta stjórnarfundi og tók við starfinu af Jónasi Gesti Jónassyni sem sagði sig úr nefndinni vegna starfa sinna, að því er segir í síðustu fundargerð. Í samtali við Vísi vildi Vanda ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði það geta skýrst bráðlega. Hún vildi ekki segja til um hvernig ákvörðun yrði tekin um starfslokasamning Guðna. Næsti stjórnarfundur er í dag en Vanda vildi ekki svara því hvort þar yrði einhver ákvörðun tekin um málið.
KSÍ Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira