Vöndu falið að sjá um uppgjörið við Guðna Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 09:32 Guðni Bergsson kvaddi KSÍ í lok ágúst eftir að hafa verið formaður frá árinu 2017. vísir/daníel Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður knattspyrnusambands Íslands, mun sjá um að leiða til lykta uppgjör við forvera sinn í starfi, Guðna Bergsson, vegna starfsloka hans í lok ágúst. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári alls um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Guðni hefur hingað til ekki tjáð sig um viðskilnaðinn við KSÍ en hann sagði af sér eftir þrýsting frá hluta knattspyrnuhreyfingarinnar vegna meðhöndlunar á upplýsingum um meint ofbeldisverk landsliðsmanna. Guðni sagði af sér eftir neyðarfundi undir lok ágúst en hafði áður lagt til að hann myndi víkja tímabundið sem formaður. Þá tillögu samþykkti þáverandi stjórn KSÍ ekki. Stjórnin sagði svo öll af sér degi á eftir formanninum og boðað var til aukaþings sem haldið var í byrjun október. Á aukaþinginu var Vanda sjálfkjörin nýr formaður þar sem hún var ein í framboði. Síðasta stjórn ræddi málið en tók ekki ákvörðun Á síðustu fundum fyrrverandi stjórnar var rætt um starfslok Guðna undir liðnum „önnur mál“ en engin ákvörðun tekin um starfslokasamning við hann. Nú er málið því komið í hendur nýrrar stjórnar sem á síðasta stjórnarfundi, 11. október, fól nýjum formanni að leiða uppgjörið við Guðna til lykta. Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður KSÍ í byrjun þessa mánaðar. Hér er hún á landsleik Íslands og Tékklands síðastliðinn föstudag ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýr formaður í kjaranefnd Samkvæmt lögum KSÍ sér þriggja manna kjaranefnd um að gera tillögu til stjórnar KSÍ um laun formanns og annað sem viðkemur kjörum hans. Ætla má að kjaranefnd komi með einhverjum hætti að málinu. Margrét Sanders var einmitt skipuð nýr formaður kjaranefndar á síðasta stjórnarfundi og tók við starfinu af Jónasi Gesti Jónassyni sem sagði sig úr nefndinni vegna starfa sinna, að því er segir í síðustu fundargerð. Í samtali við Vísi vildi Vanda ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði það geta skýrst bráðlega. Hún vildi ekki segja til um hvernig ákvörðun yrði tekin um starfslokasamning Guðna. Næsti stjórnarfundur er í dag en Vanda vildi ekki svara því hvort þar yrði einhver ákvörðun tekin um málið. KSÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira
Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári alls um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Guðni hefur hingað til ekki tjáð sig um viðskilnaðinn við KSÍ en hann sagði af sér eftir þrýsting frá hluta knattspyrnuhreyfingarinnar vegna meðhöndlunar á upplýsingum um meint ofbeldisverk landsliðsmanna. Guðni sagði af sér eftir neyðarfundi undir lok ágúst en hafði áður lagt til að hann myndi víkja tímabundið sem formaður. Þá tillögu samþykkti þáverandi stjórn KSÍ ekki. Stjórnin sagði svo öll af sér degi á eftir formanninum og boðað var til aukaþings sem haldið var í byrjun október. Á aukaþinginu var Vanda sjálfkjörin nýr formaður þar sem hún var ein í framboði. Síðasta stjórn ræddi málið en tók ekki ákvörðun Á síðustu fundum fyrrverandi stjórnar var rætt um starfslok Guðna undir liðnum „önnur mál“ en engin ákvörðun tekin um starfslokasamning við hann. Nú er málið því komið í hendur nýrrar stjórnar sem á síðasta stjórnarfundi, 11. október, fól nýjum formanni að leiða uppgjörið við Guðna til lykta. Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður KSÍ í byrjun þessa mánaðar. Hér er hún á landsleik Íslands og Tékklands síðastliðinn föstudag ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýr formaður í kjaranefnd Samkvæmt lögum KSÍ sér þriggja manna kjaranefnd um að gera tillögu til stjórnar KSÍ um laun formanns og annað sem viðkemur kjörum hans. Ætla má að kjaranefnd komi með einhverjum hætti að málinu. Margrét Sanders var einmitt skipuð nýr formaður kjaranefndar á síðasta stjórnarfundi og tók við starfinu af Jónasi Gesti Jónassyni sem sagði sig úr nefndinni vegna starfa sinna, að því er segir í síðustu fundargerð. Í samtali við Vísi vildi Vanda ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði það geta skýrst bráðlega. Hún vildi ekki segja til um hvernig ákvörðun yrði tekin um starfslokasamning Guðna. Næsti stjórnarfundur er í dag en Vanda vildi ekki svara því hvort þar yrði einhver ákvörðun tekin um málið.
KSÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira