Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:31 Íslensk sundmenning hefur greinilega vakið upp spurningar hjá blaðamanni Vogue, sem tók nokkrar íslenskar konur á tal um Íslendinga og almenningssund. Vogue/Skjáskot Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. „Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér. Sundlaugar Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis Sjá meira
„Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.
Sundlaugar Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis Sjá meira