Fótbolti

Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska liðið fagnaði frábærum sigri gegn Tékklandi á föstudagskvöld, 4-0.
Íslenska liðið fagnaði frábærum sigri gegn Tékklandi á föstudagskvöld, 4-0. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld.

Ísland og Kýpur mætast í undankeppni HM kvenna í fótbolta en um er að ræða síðasta heimaleik Íslands á árinu. 

Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan og í textalýsingu þar fyrir neðan má sjá allt það helsta sem fram kom á fundinum.

Ísland kom sér í góða stöðu í undankeppninni með 4-0 sigri gegn Tékklandi á föstudagskvöld en Kýpur hefur tapað 8-0 gegn bæði Tékklandi og Hollandi, og 4-1 gegn Hvíta-Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×