Quinonez var skotinn ásamt öðrum manni fyrir utan verslunarmiðstöð í borginni Guayaquil á föstudagskvöldið. Yfirvöld í Ekvador, þar með talið forsetinn sjálfur, Guillermo Lasso, hafa heitið því að hafa hendur í hári árásarmannsins.
Quinonez vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2019 og hefur verið í boðhlaupssveit Ekvadora í bæði 100 og 400 metra hlaupum. Hann er besti spretthlaupari í sögu Ekvador.
Samkvæmt Al Jazeera hefur árið verið erfitt í Ekvador og morðtíðni hefur hækkað mikið í landinu. Yfirvöld kenna uppgangi glæpagengja um, en um 1900 morð hafa verið framin í í Ekvador frá áramótum. Til samanburðar voru framin um 1400 morð í landinu á síðasta almanaksári.
Þetta er annað morðið sem skekur frjálsíþróttaheiminn á stuttum tíma en heimsmethafinn í 10 kílómetra hlaupi kvenna, Agnes Tirop, var myrt í Kenýa fyrr í mánuðinum.