Réttarhöld í mannránsmáli Salvini hafin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2021 08:41 Salvini ræddi við blaðamenn fyrir utan dómhúsið í Palermo í gær. Þar hæddist hann meðal annars að þeirri staðreynd að leikarinn Richard Gere væri á meðal vitna ákæruvaldsins. AP/Gregorio Borgia Réttarhöld yfir Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, eru hafin. Hann er ákærður fyrir mannrán og vanrækslu embættiskyldna með því að hafa komið í veg fyrir að björgunarskip með farandverkafólk innanborðs kæmi að höfn á Ítalíu. Hann neitar sök. Meint embættisbrot Salvinis átti sér stað í ágúst árið 2019, þegar hann lét loka höfnum fyrir spænsku björgunarskipi sem innihélt 150 farandverkafólks sem hafði verið bjargað af flekum og bátum í Miðjarðarhafinu. Áhöfn og farþegar skipsins vörðu því 19 dögum úti fyrir ströndum Ítalíu áður en því var leyft að leggja að höfn. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að aðstæður um borð hafi á þeim tíma orðið afar slæmar. Hollywood-leikari meðal vitna Á fyrsta degi réttarhaldanna í gær var hlustað á vitnaskýrslur frá vitnum beggja megin borðsins, þeirra sem ákæruvaldið og verjendur Salvini höfðu kallað til. Meðal vitna ákæruvaldsins er bandaríski leikarinn Richard Gere, sem var um borð í björgunarskipinu. Áður en réttarhöldin hófust hæddist Salvini að aðkomu leikarans að málinu. „Ég velti fyrir mér hvort það sé raunverulega satt að Richard Gere frá Hollywood ætli að bera vitni um hegðun mína fyrir réttinum,“ sagði Salvini við blaðamenn fyrir utan dómsalinn. Meðal annarra vitna í málinu eru Giuseppe Conte forsætisráðherra og ráðherrar í ríkisstjórn hans. Gere hafði farið um borð í skipið skömmu áður en því var leyft að leggjast að höfn á ítölsku eyjunni Lampedusa. Málið var afar umdeilt á sínum tíma og olli togstreitu í þáverandi ríkisstjórn Ítalíu. Það var svo í febrúar á síðasta ári sem öldungadeild ítalska þingsins greiddi atkvæði með því að svipta Salvini friðhelgi sem hann naut sem þingmaður. Í kjölfarið var hægt að ákæra hann fyrir hin meintu brot. Ítalía Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Meint embættisbrot Salvinis átti sér stað í ágúst árið 2019, þegar hann lét loka höfnum fyrir spænsku björgunarskipi sem innihélt 150 farandverkafólks sem hafði verið bjargað af flekum og bátum í Miðjarðarhafinu. Áhöfn og farþegar skipsins vörðu því 19 dögum úti fyrir ströndum Ítalíu áður en því var leyft að leggja að höfn. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að aðstæður um borð hafi á þeim tíma orðið afar slæmar. Hollywood-leikari meðal vitna Á fyrsta degi réttarhaldanna í gær var hlustað á vitnaskýrslur frá vitnum beggja megin borðsins, þeirra sem ákæruvaldið og verjendur Salvini höfðu kallað til. Meðal vitna ákæruvaldsins er bandaríski leikarinn Richard Gere, sem var um borð í björgunarskipinu. Áður en réttarhöldin hófust hæddist Salvini að aðkomu leikarans að málinu. „Ég velti fyrir mér hvort það sé raunverulega satt að Richard Gere frá Hollywood ætli að bera vitni um hegðun mína fyrir réttinum,“ sagði Salvini við blaðamenn fyrir utan dómsalinn. Meðal annarra vitna í málinu eru Giuseppe Conte forsætisráðherra og ráðherrar í ríkisstjórn hans. Gere hafði farið um borð í skipið skömmu áður en því var leyft að leggjast að höfn á ítölsku eyjunni Lampedusa. Málið var afar umdeilt á sínum tíma og olli togstreitu í þáverandi ríkisstjórn Ítalíu. Það var svo í febrúar á síðasta ári sem öldungadeild ítalska þingsins greiddi atkvæði með því að svipta Salvini friðhelgi sem hann naut sem þingmaður. Í kjölfarið var hægt að ákæra hann fyrir hin meintu brot.
Ítalía Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira