Innlent

Lyfja­stofnun borist 4.144 til­kynningar um mögu­legar auka­verkanir bólu­efna

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Húsnæði Lyfjastofnunar.
Húsnæði Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm

Embætti landlæknis hefur sent Lyfjastofnun fjölmargar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefna. Tilkynningarnar varða allar einstaklinga sem hafa verið bólusettir, en síðar greinst með Covid-19 smit. Skráning tilkynninganna stendur nú yfir.

Í heildina hafa borist 4.144 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar og þar af 224 alvarlegar. Flestar tilkynningarnar varða bóluefni Pfizer en það er mest notaða bóluefnið hér á landi. Fæstar varða bóluefni Janssen eins og sjá má í töflunni hér að neðan.

Lyfjastofnun setur fyrirvara við túlkun upplýsinganna en þar segir meðal annars að fjöldi tilkynninganna vegna gruns um aukaverkun, segi ekki endilega til um tíðni raunverulegra aukaverkana eftir bólusetningu. 

Tilkynningarnar þurfi ekki að merkja staðfestingu á því, að orsakasamband sé milli notkunar á bóluefninu og mögulegra aukaverkana. Meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig.

Sjá má nánari upplýsingar á vef Lyfjastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×