Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Íþróttadeild skrifar 22. október 2021 21:10 Guðrún Arnardóttir átti frábæran leik í hjarta íslensku varnarinnar. vísir/hulda margrét Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum. Guðrún Arnardóttir fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það einkar vel og var maður leiksins að mati íþróttadeildar Vísis. Íslensku miðjumennirnir léku vel og framlínan var beitt. Þá átti Sandra Sigurðardóttir mjög góðan leik í íslenska markinu. Í raun var yfir litlu að kvarta enda frammistaða íslenska liðsins skínandi góð og sannfærandi. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna gegn Tékklandi í kvöld. Byrjunarliðið: Sandra Sigurðardóttir, markvörður 8Örugg í öllum sínum aðgerðum. Þurfti að verja slatta af skotum, þótt þau hafi flest verið viðráðanleg. Varði frá Kamilu Dubcovú í besta færi Tékka undir lok fyrri hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7Spilaði sem hægri bakvörður annan leikinn í röð. Var betur staðsett en gegn Hollandi og hraði hennar kom í góðar þarfir. Varðist vel. Átti þátt í þriðja markinu og lagði það fjórða upp. Virðist vera orðinn fyrsti kostur í þessa stöðu. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Annar landsleikur, önnur topp frammistaða hjá Glódísi. Varðist vel og skilaði boltanum að venju vel frá sér. Svaf reyndar aðeins á verðinum í færinu sem Dubcová fékk en það kom ekki að sök. Guðrún Arnardóttir, miðvörður 8Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir að hafa spilað vel með Rosengård að undanförnu. Komst virkilega vel frá sínu og hélt tékknesku sóknarmönnunum niðri. Fékk gott færi skömmu áður en Dagný kom Íslandi í 2-0. Gerði frábærlega þegar hún komst fyrir skot Andreu Staškovú skömmu áður en íslenska liðið náði þriggja marka forskoti. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Oft látið meira að sér kveða í sókninni en lenti ekki í miklum vandræðum í vörninni. Traust frammistaða hjá Skagakonunni. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 8Skoraði annað mark Íslands með skalla á 59. mínútu. Spilaði aftar en hún venjulega með landsliðinu en leysti það hlutverk með stæl. Lét boltann ganga vel og var öflug í návígum og loftinu. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 8Frábær leikur hjá fyrirliðanum. Lagði þriðja mark Íslands upp fyrir Svövu og skoraði það fjórða skömmu seinna. Líkamsstyrkur og dugnaður Gunnhildar Yrsu átti stóran þátt í því að Ísland var með yfirhöndina á miðjunni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 7Lagði upp fyrsta mark Íslands fyrir Berglindi með góðri fyrirgjöf. Mikil yfirferð á Karólínu sem var líka sterk í loftinu. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 7Áræðinn og nýtti hraðann sinn vel eins og gegn Hollandi. Bakverðir tékkneska liðsins réðu ekkert við Sveindísi. Lagði upp gott færi fyrir Berglindi í fyrri hálfleik en getur enn bætt úrslitasendingarnar. Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 6Fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Lét lítið að sér kveða í fyrri hálfleik en lék betur í þeim seinni. Lagði upp annað mark Íslands með frábærri fyrirgjöf. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 7Skoraði klassískt framherjamark á 12. mínútu. Tók þá gott hlaup á nærsvæðið, þefaði færið uppi og skilaði boltanum í markið. Átti skot í slá í upphafi seinni hálfleiks. Hélt boltanum vel og kom honum vel frá sér. Varamenn: Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Berglindi Björgu á 75. mínútuFínasta innkoma hjá Alexöndru. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 75. mínútuKom inn af fítonskrafti og skoraði aðeins sex mínútum eftir skiptinguna. Fékk ágætis færi í uppbótartíma en Barbora Votíková varði skot hennar. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Ingibjörg Sigurðardóttir kom inn á fyrir Dagnýju á 84. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn. Selma Sól Magnúsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu á 84. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn. Elísa Viðarsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu á 87. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum. Guðrún Arnardóttir fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það einkar vel og var maður leiksins að mati íþróttadeildar Vísis. Íslensku miðjumennirnir léku vel og framlínan var beitt. Þá átti Sandra Sigurðardóttir mjög góðan leik í íslenska markinu. Í raun var yfir litlu að kvarta enda frammistaða íslenska liðsins skínandi góð og sannfærandi. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna gegn Tékklandi í kvöld. Byrjunarliðið: Sandra Sigurðardóttir, markvörður 8Örugg í öllum sínum aðgerðum. Þurfti að verja slatta af skotum, þótt þau hafi flest verið viðráðanleg. Varði frá Kamilu Dubcovú í besta færi Tékka undir lok fyrri hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 7Spilaði sem hægri bakvörður annan leikinn í röð. Var betur staðsett en gegn Hollandi og hraði hennar kom í góðar þarfir. Varðist vel. Átti þátt í þriðja markinu og lagði það fjórða upp. Virðist vera orðinn fyrsti kostur í þessa stöðu. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Annar landsleikur, önnur topp frammistaða hjá Glódísi. Varðist vel og skilaði boltanum að venju vel frá sér. Svaf reyndar aðeins á verðinum í færinu sem Dubcová fékk en það kom ekki að sök. Guðrún Arnardóttir, miðvörður 8Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir að hafa spilað vel með Rosengård að undanförnu. Komst virkilega vel frá sínu og hélt tékknesku sóknarmönnunum niðri. Fékk gott færi skömmu áður en Dagný kom Íslandi í 2-0. Gerði frábærlega þegar hún komst fyrir skot Andreu Staškovú skömmu áður en íslenska liðið náði þriggja marka forskoti. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Oft látið meira að sér kveða í sókninni en lenti ekki í miklum vandræðum í vörninni. Traust frammistaða hjá Skagakonunni. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 8Skoraði annað mark Íslands með skalla á 59. mínútu. Spilaði aftar en hún venjulega með landsliðinu en leysti það hlutverk með stæl. Lét boltann ganga vel og var öflug í návígum og loftinu. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 8Frábær leikur hjá fyrirliðanum. Lagði þriðja mark Íslands upp fyrir Svövu og skoraði það fjórða skömmu seinna. Líkamsstyrkur og dugnaður Gunnhildar Yrsu átti stóran þátt í því að Ísland var með yfirhöndina á miðjunni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður 7Lagði upp fyrsta mark Íslands fyrir Berglindi með góðri fyrirgjöf. Mikil yfirferð á Karólínu sem var líka sterk í loftinu. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður 7Áræðinn og nýtti hraðann sinn vel eins og gegn Hollandi. Bakverðir tékkneska liðsins réðu ekkert við Sveindísi. Lagði upp gott færi fyrir Berglindi í fyrri hálfleik en getur enn bætt úrslitasendingarnar. Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 6Fékk aftur tækifæri í byrjunarliðinu. Lét lítið að sér kveða í fyrri hálfleik en lék betur í þeim seinni. Lagði upp annað mark Íslands með frábærri fyrirgjöf. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 7Skoraði klassískt framherjamark á 12. mínútu. Tók þá gott hlaup á nærsvæðið, þefaði færið uppi og skilaði boltanum í markið. Átti skot í slá í upphafi seinni hálfleiks. Hélt boltanum vel og kom honum vel frá sér. Varamenn: Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Berglindi Björgu á 75. mínútuFínasta innkoma hjá Alexöndru. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu á 75. mínútuKom inn af fítonskrafti og skoraði aðeins sex mínútum eftir skiptinguna. Fékk ágætis færi í uppbótartíma en Barbora Votíková varði skot hennar. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Ingibjörg Sigurðardóttir kom inn á fyrir Dagnýju á 84. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn. Selma Sól Magnúsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu á 84. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn. Elísa Viðarsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu á 87. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira