„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2021 13:01 Guðný Árnadóttir í leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Ísland tapaði fyrir Hollandi, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 í síðasta mánuði. Framundan eru tveir leikir í undankeppninni, gegn Tékklandi annað kvöld og Kýpur á þriðjudaginn. „Mér líst vel á að spila hægri bakvörð. Ég er að spila hægra megin í þriggja manna vörn úti þannig að það er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gaman að fá að spila og að prófa nýjar stöður,“ sagði Guðný á blaðamannafundi í gær. Hún var nokkuð sátt með frammistöðu sína í leiknum gegn Hollandi. Þar fékk hún það hlutverk að gæta Lieke Martens, eins allra besta leikmanns heims. „Í fyrri hálfleik var ég svolítið týnd, var ekki alveg rétt staðsett alltaf. En svo fannst mér ég bara vinna mig inn í leikinn og leið betur þegar leið á hann. Það er kannski klassískt fyrir fyrsta leik í þessari stöðu.“ Guðný í baráttu við Lieke Martens í leiknum gegn Hollandi.getty/Andre Weening Hún segist ekki vita hvort hún sé fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en er tilbúin að leysa þá stöðu verði þess óskað. „Ég veit það ekki. Við erum nokkrar að berjast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klárlega gera mitt besta til að halda henni. Ég þarf bara að standa mig í leikjum og á æfingum til þess að gera það,“ sagði Guðný. Hafnfirðingurinn segir að leikurinn gegn Tékkum á morgun verði erfiður og Íslendingar þurfi að spila vel til að vinna. „Tékkarnir líta vel út af því sem við höfum séð. Þær eru vel spilandi, vilja halda boltanum og eru með sterka leikmenn í sínu liði. Við þurfum bara að mæta klárar í þann leik og spila okkar besta leik til þess að ná í úrslit. Við þurfum að fara í þennan leik og ná í þrjú stig og þá erum við í góðri stöðu myndi ég segja,“ sagði Guðný sem hefur leikið ellefu landsleiki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Ísland tapaði fyrir Hollandi, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 í síðasta mánuði. Framundan eru tveir leikir í undankeppninni, gegn Tékklandi annað kvöld og Kýpur á þriðjudaginn. „Mér líst vel á að spila hægri bakvörð. Ég er að spila hægra megin í þriggja manna vörn úti þannig að það er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gaman að fá að spila og að prófa nýjar stöður,“ sagði Guðný á blaðamannafundi í gær. Hún var nokkuð sátt með frammistöðu sína í leiknum gegn Hollandi. Þar fékk hún það hlutverk að gæta Lieke Martens, eins allra besta leikmanns heims. „Í fyrri hálfleik var ég svolítið týnd, var ekki alveg rétt staðsett alltaf. En svo fannst mér ég bara vinna mig inn í leikinn og leið betur þegar leið á hann. Það er kannski klassískt fyrir fyrsta leik í þessari stöðu.“ Guðný í baráttu við Lieke Martens í leiknum gegn Hollandi.getty/Andre Weening Hún segist ekki vita hvort hún sé fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en er tilbúin að leysa þá stöðu verði þess óskað. „Ég veit það ekki. Við erum nokkrar að berjast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klárlega gera mitt besta til að halda henni. Ég þarf bara að standa mig í leikjum og á æfingum til þess að gera það,“ sagði Guðný. Hafnfirðingurinn segir að leikurinn gegn Tékkum á morgun verði erfiður og Íslendingar þurfi að spila vel til að vinna. „Tékkarnir líta vel út af því sem við höfum séð. Þær eru vel spilandi, vilja halda boltanum og eru með sterka leikmenn í sínu liði. Við þurfum bara að mæta klárar í þann leik og spila okkar besta leik til þess að ná í úrslit. Við þurfum að fara í þennan leik og ná í þrjú stig og þá erum við í góðri stöðu myndi ég segja,“ sagði Guðný sem hefur leikið ellefu landsleiki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira