Elísabet fer að ráðum lækna og hættir við heimsókn til Norður-Írlands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 12:51 Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. AP/Frank Augstein Elísabet Englandsdrottning hefur ákveðið að fara að ráðum lækna og hætta við fyrirhugaða heimsókn til Norður-Írlands. Mun hún nota næstu daga til að hvílast, samkvæmt yfirlýsingu frá Buckingham-höll. Elísabet, sem er 95 ára, dvelur nú í Windsor-kastala en er sögð ákveðin í að sækja COP21 loftslagsráðstefnuna í Glasgow síðar í mánuðinum. Þá er sagt liggja vel á drottningunni en það séu vonbrigði að hafa þurft að falla frá heimsókninni til Norður-Írlands. Til stóð að hún hæfist á morgun. Elísabet hefur verið önnum kafin síðustu daga og stóð meðal annars fyrir alþjóðlegri fjárfestingaráðstefnu í gærkvöldi. Fyrr um daginn átti hún fjarfund með japanska sendiherranum Hajime Hayashi og Joao de Almeida, sendiherra Evrópusambandsins. Á mánudag ræddi hún við nýjan fulltrúa sinn á Nýja-Sjálandi, Cindy Kiro, og um helgina sótti hún veðreiðar á Ascot. Í gær var greint frá því að drottningin hefði hafnað Gamalmenni ársins-verðlaununum (e. Oldie of the Year award), sem eru veitt af samnefndu tímariti. Ráðleggingar lækna drottningarinnar eru ekki sagðar tengjast Covid-19. Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær, í fyrsta sinn í langan tíma, en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. Drottningin heimsótti Norður-Írland fyrst árið 1945, stuttu eftir endalok seinni heimstyrjaldarinnar, en þetta hefði orðið 26. heimsókn hennar þangað. BBC greindi frá. Bretland Norður-Írland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Elísabet, sem er 95 ára, dvelur nú í Windsor-kastala en er sögð ákveðin í að sækja COP21 loftslagsráðstefnuna í Glasgow síðar í mánuðinum. Þá er sagt liggja vel á drottningunni en það séu vonbrigði að hafa þurft að falla frá heimsókninni til Norður-Írlands. Til stóð að hún hæfist á morgun. Elísabet hefur verið önnum kafin síðustu daga og stóð meðal annars fyrir alþjóðlegri fjárfestingaráðstefnu í gærkvöldi. Fyrr um daginn átti hún fjarfund með japanska sendiherranum Hajime Hayashi og Joao de Almeida, sendiherra Evrópusambandsins. Á mánudag ræddi hún við nýjan fulltrúa sinn á Nýja-Sjálandi, Cindy Kiro, og um helgina sótti hún veðreiðar á Ascot. Í gær var greint frá því að drottningin hefði hafnað Gamalmenni ársins-verðlaununum (e. Oldie of the Year award), sem eru veitt af samnefndu tímariti. Ráðleggingar lækna drottningarinnar eru ekki sagðar tengjast Covid-19. Það vakti athygli að Elísabet gekk við staf í gær, í fyrsta sinn í langan tíma, en hún virtist að öðru leiti við góða heilsu. Drottningin heimsótti Norður-Írland fyrst árið 1945, stuttu eftir endalok seinni heimstyrjaldarinnar, en þetta hefði orðið 26. heimsókn hennar þangað. BBC greindi frá.
Bretland Norður-Írland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira