Jemen: Fjögur börn drepin eða limlest daglega frá því átök hófust Heimsljós 20. október 2021 09:17 Emad, 11 ára, á stoðtækjamiðstöðinni í Aden í Jemen. Emad missti báða fætur í sprengingu á heimilinu sínu. Eldri bróðir hans slasaðist líka. Emad fékk hjálp strax eftir sprenginguna og var síðan fluttur á stoðtækjamiðstöðina þar sem hann fær gervifætur og þjálfun. UNICEF Að minnsta kosti 10 þúsund börn hafa verið drepin eða limlest síðan átök hófust í mars 2015. „Átökin í Jemen hafa náð enn einum ömurlegum hápunktinum: Að minnsta kosti 10 þúsund börn hafa verið drepin eða limlest síðan átök hófust í mars 2015. Það jafngildir fjórum börnum á hverjum degi,“ sagði James Elder, talsmaður UNICEF fyrir Jemen, á blaðamannafundi í Genf í gær. Samkvæmt frétt frá UNICEF hafa börn verið drepin í sprengjuárásum á heimili sín, skóla eða heilsugæslur og misst útlimi við að stíga á jarðsprengjur. „Þessi tíu þúsund börn eru einungis þær tölur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa fengið staðfestar og ætla má að raunveruleg tala sé mun hærri,“ segir í fréttinni þar sem segir enn fremur að mannúðarkrísan í Jemen sé ein sú sú versta í heiminum í dag þar sem ofbeldisfull og langvinn átök, efnahagshrun, fátækt, hungur og brostnir innviðir setja meira en 11 milljónir barna í landinu í hættu. UNICEF segir að á sama tíma og verulega hefur dregið úr alþjóðlegum fjárstuðningi til neyðaraðgerða í landinu hefur þörfin aldrei verið meiri: Fjögur af hverjum fimm börnum í landinu þarfnast neyðaraðstoðar; 400 þúsund börn eru í lífshættu vegna alvarlegrar bráðavannæringar; Meira en tvær milljónir barna eru ekki í skóla; Tveir þriðju kennara hafa ekki fengið greidd reglubundin laun í meira en fjögur ár; 1,7 milljónir barna eru á vergangi innan Jemen vegna ofbeldisins. Fleiri fjölskyldur leggja nú á flótta eftir því sem átök aukast í kringum borgina Marib. „UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er á staðnum og vinnur með samstarfsaðilum við að hjálpa þeim börnum og fjölskyldum sem þurfa lífsnauðsynlega aðstoð. Sem dæmi má nefna að UNICEF styður börn sem þurfa meðferð við alvarlegri bráðavannæringu á meira en 4,000 heilsugæslustöðvum í Jemen, við tryggjum hreint vatn til yfir 5 milljóna manna og höfum hjálpað 620 þúsund börnum að halda áfram menntun á þessu ári. 1,5 milljón heimili fá fjárstuðning í hverjum ársfjórðungi og við þjálfum heilbrigðisstarfsfólk sem getur veitt þjónustu í afskekktum dreifbýlum. Að auki veitir UNICEF börnum sem hafa lent í áföllum sálrænan stuðning, fræðum börn og fjölskyldur um hættur vegna jarðsprengja og aðstoðum börn sem hafa slasast eða misst útlimi vegna átakanna,“ segir í fréttinni. Haft er eftir James Elder að ekki sé hægt að ofmeta alvarleika neyðarástandsins í Jemen þar sem landsframleiðsla hefur hrunið um 40% síðan átök hófust, mikill fjöldi hefur misst vinnuna og stór hluti opinberra starfsmanna, þar á meðal læknar, kennarar og hreinlætisstarfsfólk, fær ekki reglubundin laun. Elder lýsir því að hafa hitt kennara og barnalækna, sem þrátt fyrir að hafa ekki fengið greidd laun í langan tíma, mæta áfram í vinnuna til að bjarga vannærðum börnum og tryggja rétt barna til menntunar. Þau færi fórnir á hverjum degi og selji eignir sínar til að eiga fyrir mat fyrir börnin sín. „Börnin í Jemen svelta ekki vegna skorts á mat – þau svelta vegna þess að fjölskyldur þeirra eiga ekki efni á mat. Þau svelta vegna þess að fullorðnir halda áfram stríði þar sem börn eru stærstu fórnarlömbin,“ segir Elder. Til þess að UNICEF og önnur hjálparsamtök geti náð til allra þeirra barna sem þurfa hjálp þarf nauðsynlega að auka alþjóðlegan fjárstuðning. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börnin í Jemen er alltaf í gangi og hægt er að hjálpa með því að senda SMS-ið JEMEN í 1900 (1900 krónur). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent
„Átökin í Jemen hafa náð enn einum ömurlegum hápunktinum: Að minnsta kosti 10 þúsund börn hafa verið drepin eða limlest síðan átök hófust í mars 2015. Það jafngildir fjórum börnum á hverjum degi,“ sagði James Elder, talsmaður UNICEF fyrir Jemen, á blaðamannafundi í Genf í gær. Samkvæmt frétt frá UNICEF hafa börn verið drepin í sprengjuárásum á heimili sín, skóla eða heilsugæslur og misst útlimi við að stíga á jarðsprengjur. „Þessi tíu þúsund börn eru einungis þær tölur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa fengið staðfestar og ætla má að raunveruleg tala sé mun hærri,“ segir í fréttinni þar sem segir enn fremur að mannúðarkrísan í Jemen sé ein sú sú versta í heiminum í dag þar sem ofbeldisfull og langvinn átök, efnahagshrun, fátækt, hungur og brostnir innviðir setja meira en 11 milljónir barna í landinu í hættu. UNICEF segir að á sama tíma og verulega hefur dregið úr alþjóðlegum fjárstuðningi til neyðaraðgerða í landinu hefur þörfin aldrei verið meiri: Fjögur af hverjum fimm börnum í landinu þarfnast neyðaraðstoðar; 400 þúsund börn eru í lífshættu vegna alvarlegrar bráðavannæringar; Meira en tvær milljónir barna eru ekki í skóla; Tveir þriðju kennara hafa ekki fengið greidd reglubundin laun í meira en fjögur ár; 1,7 milljónir barna eru á vergangi innan Jemen vegna ofbeldisins. Fleiri fjölskyldur leggja nú á flótta eftir því sem átök aukast í kringum borgina Marib. „UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er á staðnum og vinnur með samstarfsaðilum við að hjálpa þeim börnum og fjölskyldum sem þurfa lífsnauðsynlega aðstoð. Sem dæmi má nefna að UNICEF styður börn sem þurfa meðferð við alvarlegri bráðavannæringu á meira en 4,000 heilsugæslustöðvum í Jemen, við tryggjum hreint vatn til yfir 5 milljóna manna og höfum hjálpað 620 þúsund börnum að halda áfram menntun á þessu ári. 1,5 milljón heimili fá fjárstuðning í hverjum ársfjórðungi og við þjálfum heilbrigðisstarfsfólk sem getur veitt þjónustu í afskekktum dreifbýlum. Að auki veitir UNICEF börnum sem hafa lent í áföllum sálrænan stuðning, fræðum börn og fjölskyldur um hættur vegna jarðsprengja og aðstoðum börn sem hafa slasast eða misst útlimi vegna átakanna,“ segir í fréttinni. Haft er eftir James Elder að ekki sé hægt að ofmeta alvarleika neyðarástandsins í Jemen þar sem landsframleiðsla hefur hrunið um 40% síðan átök hófust, mikill fjöldi hefur misst vinnuna og stór hluti opinberra starfsmanna, þar á meðal læknar, kennarar og hreinlætisstarfsfólk, fær ekki reglubundin laun. Elder lýsir því að hafa hitt kennara og barnalækna, sem þrátt fyrir að hafa ekki fengið greidd laun í langan tíma, mæta áfram í vinnuna til að bjarga vannærðum börnum og tryggja rétt barna til menntunar. Þau færi fórnir á hverjum degi og selji eignir sínar til að eiga fyrir mat fyrir börnin sín. „Börnin í Jemen svelta ekki vegna skorts á mat – þau svelta vegna þess að fjölskyldur þeirra eiga ekki efni á mat. Þau svelta vegna þess að fullorðnir halda áfram stríði þar sem börn eru stærstu fórnarlömbin,“ segir Elder. Til þess að UNICEF og önnur hjálparsamtök geti náð til allra þeirra barna sem þurfa hjálp þarf nauðsynlega að auka alþjóðlegan fjárstuðning. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börnin í Jemen er alltaf í gangi og hægt er að hjálpa með því að senda SMS-ið JEMEN í 1900 (1900 krónur). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent